M..
M


Leikstjórn: Fritz Lang

Handrit : Thea Von Harbou



Árið 1931 braut Fritz Lang blað í kvikmyndasögunni með því að gera fyrstu mynd í heimi um raðmorðingja, sú myndin hét M.

Það grípur um sig skelfing meðal íbúa í Berlín þegar ung stúlka er þar drepin á hrottalegan hátt og þegar lögreglan er engu nær og orðspor glæpaklíku er í húfi ákveða þeir að taka málin í sínar eigin hendur með því að klófesta þennan dulræna morðingja.
Morðinginn er ungur maður að nafni Hans sem getur ekki haft hemil á þeim kendum, það er að segja að drepa. Og mikil ringulreið myndast í borginni og enginn treystir neinum.

Það er rosalega skemmtilegt hvernig Fritz vinnur með hljóð í myndinni því að þetta er með þeim fyrstu myndum sem gerð hefur verið með hljóði, og hljóðvinnslan er bara alveg helvíti góð.
T.d morðinginn sést ekkert þegar líður á myndina en ávallt þegar skuggi af honum sést eða bakið hans í mynd þá flautar hann alltaf, svo maður kveikir strax á því að hann sé morðinginn út af þessu sérstaka flauti, sem gefur myndinni þessa dulúð og gerir hana mun óhugnalegri.
Held að fólk átti sig ekki á því hversu mikilvægt gott hljóð er fyrr en það verður slæmt.
Svo hljóðmenn fá aldrei hrós aðeins skammir.

Síðan er gaman að segja frá því að það morðmál sem myndin byggir sína sögu á var í gangi þegar verið var að gera myndina og það upplýstist aðeins fáeinum mánuðum áður en myndin var síðan frumsýnd.
Það mál var reyndar mun hrottalegra en myndin sjálf.

Myndin fannst mér alveg frábær. Leikstjórn, myndataka, hljóð og leikur sameina hérna krafta sína og búa til eitt mesta listaverk kvikmyndasögurnar.

Leikur Piter Lorre er eins og töfrum líkastur, annar eins leikur hefur varla sést á hvíta tjaldinu þori ég alveg að fullyrða.

Hann sýnir þó litlar tilfinningar mikinn part myndarinnar, en svo þegar þessi tilfinningalega sprengja kemur fær maður alveg hroll frá toppi alveg niður í tá sem að sýnir okkur algjörlega hvað góður leikur er mikil list og mjög mikilvægur partur af heildarímynd myndar.

Enginn hafði getað gert þetta eins og hann Piter Lorre.

****/****