30 Days of Night (2007) 30 dagar myrkurs

Fór á þessa mynd daginn eftir að fór á Bjólfskviðu. Sá á hana í álfabakka, það voru frekar margir þegar við komum. Þegar við vorum búnir að kaupa miðanna sá ég að það var kominn röð út um dyrnar, þannig að við fórum inn í sal og bjuggumst við að það væri kannski dálítið af fólki í salnum enda vorum við ekkert snemma á ferðinni. En viti menn það eru ekki nema tvær manneskjur í salnum. Mesta lagi 8 komnir þegar myndin byrjar. Enda finnst mér persónuleg alltaf betra að vera í bíó þar sem eru fáir. Kannski ekkert skrítið þar sem það er búið að vera að sýna þessa mynd í nokkurn tíma.

Það er mjög langt síðan ég sá einhver nýja kvikmynd með vampírum sem var eitthvað varið í. Er ekki langt frá því að seinasta virkilega góða vampíru myndin sem kom út var Blade(1998) .

30 DoN er gerð af hinum upprennandi leikstjóra David Slade en hann hefur bara sent frá sér eina aðra mynd en það var hin rosalega Hard Candy og hvet ég alla til að reyna að tékka á henni.

30 days er ekki með neinn flókinn söguþráð. Við erum kynnt fyrir smábænum Barrow í Alaska þar sem það er að fara að skella á hið árlega myrkur í 30 daga. Undarlegir hlutir fara að ske í bænum og á sama tíma kemur aðkomumaður í bæinn. Skellur svo á myrkrið og þið getið giskað á hvað gerist þá. Myndin er byggð á myndasöguseríu af sama nafni eftir Steve Nile og fyndið að áður en þetta varð að myndasögu reyndi að selja þessa hugmynd sem sögu að kvikmynd.

En þar sem ég hef ekki lesið myndasöguna þá veit ég ekki hvort myndin sé byggð á sögunni ramma eftir ramma eins og 300 og Sin City. En einmitt ólýkt þeim fannst mér 30 DoN með mun betri keyrslu á söguþræði, en þær tvær eru að mínu mati alltof hraðar. Samt sem áður er klippingin ekkert til að hrópa húrra fyrir og er oft furðuleg. Einnig eins og fyrrnefndar myndir er look-ið og kvikmyndataka mjög svöl. Helstu gallarnir eru að myndin tekur upp á því að gera eins og svo vinsælt er að gera í hasarmyndum nú til dags, að vera með pirrandi hraðar tökur og of mikla hreyfingu á myndavél þegar eitthvað action er í gangi. Annar stór gall fannst mér líka vera útlitið á vampírunum. Þeir eru að reyna að gera öðruvísi vampírur en tekst ekki alveg nógu vel til. Þær lýta út eins og einhver fötluð útgáfa af vestrænum Asíubúum sem elska að öskra eins og ég bara veit ekki hvað. Það hefði líka verið betri ef þeir hefði fengið einhver eftirminnilegri til að leika forsprakka vampíranna.

Josh Harnett er bara að standa sig vel í þessari mynd enda ekki óvanur maður í horror geiranum með myndir eins og H2O, The Faculty á bak við sig. Hann passar vel í þetta hlutverk sem lögreglustjórinn. Það eru ekki margar eftirmynnislegar frammistöður í myndinni aðallega er það Ben Foster (X-Men 3) sem stendur upp úr sem aðkomumaðurinn.

Myndin er líka með nokkur skemmtileg ógeðsatriði en hún er samt ekkert að drukkna í þeim og hefði verið gaman að hafa fleiri ef eitthvað er, enda voru brellurnar mjög vandaðar og flottar. Hinsvegar nauðgar hún svokölluðum bregðu atriðum og er í raun ekkert af þeim sem virkilega virkar.

Af því sem mér fannst best við myndina var að hún náði að hald spennunni allan tíman og varð ekki leiðigjörn. En ég bíð allavega spenntur eftir því hvað David Slade tekur sér næstu fyrir hendur.

Besta vampíru mynd sem komið hefur í langan tíma, heldur þér við efnið allan tíman og hefur helvíti skemmtilegan endi. Flott mynd fyrir þá sem hafa gaman af hryllingsmyndum.

**1/2 af ****
addoo