Hér fyrir neðan ætla ég að tala aðeins um einn uppáhaldsleikstjóra minn, snillinginn Kevin Smith. Kevin Patrick Smith fæddist 2.Ágúst 1970 í New Jersey. Hann hefur gert 6 myndir, Mae Day: The Crumbling of a Documentary ( sem ég hef ekki séð ), Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back. Hann er núna að vinna að myndinni Jersey Girl sem mun koma út 2002, og mun skarta þeim Ben Affleck og Jason Mewes. Það er áhugavert að hann leikur í öllum myndum sem hann hefur leikstýrt, og þær hafa einnig allar skartað vini hans Jason Mewes. Einnig er áhugavert að hann notar aldrei í byrjun mynda hans A Kevin Smith film, út af því að hann vi lhalda því fram að verk hans séu verk allra sem við komu myndarinnar. Hans fimm uppáhaldsmyndir eru JFK ( 1991 ), A Man For All Seasons ( 1966 ), Jaws ( 1975 ), The Last Temptation of Christ ( 1988 ), og Do The Right Thing ( 1989 ).
CLERKS
Clerks, sem er frumraun Kevin Smiths sem leikstjóra er hrikalega fyndin. Ja, algjör snilld væri réttara. Myndin fjallar í stuttu máli um hann Dante sem vinnur í einhverri smábúð, og vin hans Randall sem vinnur hliðin á í videoleigju. Myndin byggist mest á snilldarlega vel skrifuðum samtölum, í hverju atriði er allavega eitthvað sem kitlar hláturtaugarnar. Myndin kostaði víst bara 27.000 dollara og flestir sem léku í henni eru allir vinir Kevin Smiths. Þess má einnig geta að myndin var öll tekin upp að nóttu þegar búðin var lokuð. Og fyrir forvitna koma þeir félagar Jay & Silent Bob fram í henni ( þó í litlum hlutverkum ). Semsagt frábær mynd sem á skilið mikla athygli.
MALLRATS
Mallrats er önnur mynd Kevin Smiths, og er eitthvað smá á eftir Clerks í gæðum. Myndin er þó hrikalega skemmtileg og vitleysisleg, hún gerist nær öll í einhverri stórri kringlu í bandaríkjunum. Og fjallar um náunga ( Jason Lee ) sem er að reyna að fá gömlu kærustu sína með misheppnuðu móti. Mallrats er samt slakasta mynd Smiths en það þýðir alls ekki að hún sé léleg. Mjög fyndin og skemmtileg mynd sem virkar vel á leiðinlegum sunnudegi.
CHASING AMY
Chasing Amy er líklega besta ( en ekki skemmtilegasta mynd Kevin Smiths ) á forsendum handritsins og sprenghlægilegum samtölum. Myndin varð þó nokkuð langdregin þega líða fór á. Myndin fjallar um náunga að nafni Holden ( Ben Affleck ) sem verður ástfanginn af konu að nafni Alyssu, sem reynist vera lessa. Myndin er eins og ég sagði mjög góð og fyndin en varð þó nokkuð langdregin þegar líða fór á.
DOGMA
Dogma tekur á trúarbrögðum og öðru skemmtilegu, og gerir það vel. Myndin pirraði víst kaþólikka mikið og eitthvað mál varð út af því, en what the hell, hvað veit ég um það?
Hún fjallar um tvo engla, Bartleby ( Ben Affleck ) og Loki ( Matt Damon ) sem hent var úr himnaríki fyrir alllöngum tíma. En þeir finna leið til þess að komast aftur til himnaríkis, en vandamálið er að ja, mannkynið þurrkast út ef þeir gera þetta! En þeim er drullusama um okkur vesalingana, og hún ( í myndinni ) Guð fær engil, Metatron að nafni til þess að fá einhverja aumingja trúlausa konu til að stoppa áætlun englana tveggja. Í fyrstu trúir hún engu, en hún sannfærist einhvernvegin, og á hún að fá í lið við sig tvo spámenn ( Jay & Silent Bob ), og Rufus 13.lærisvein jesús ( Chris Rock ) , sem vantaði óvart í testamentið því að hann er fun luuuving brotha. Þetta er söguþráðurinn í stuttu máli.
Dogma er algjör snilld, þið verðið bara að sjá hana, aiight? Þvílíkt fyndin, vel leikin, og allt er hreinlega frábært. Algjör möst!!!!!
Jay & Silent Bob
Nýjasta mynd hans Kevin Smiths er helvíti góð. Í aðalhlutverkum eru eins og titillinn gefur, Jay & Silent Bob. Og nú ætla þeir að ferðast til hollívúdd til að eiðileggja mynd sem er verið að gera eftir teiknimyndpersónum ( byggðar á J&SB ). Myndin er eins og ég sagði nokkuð andskoti fyndin en aðeins á eftir betri verkum Smiths.