Alien.
Framleiðsluár:1979
Leikstjóri:Ridley Scott
Aðalhlutverk:Sigourney Weaver, Tom Skerrit, John Hurt, Ian Holm, Harry Dean Stanton, Veronica Cartwright og Yaphet Kotto.
Lengd:U.Þ.B. 117 mín
Tagline:,,In Space no one can hear you scream.“
Umfjöllun
Jæja, nú komum við okkur að efninu, plottið er þannig að áhöfnin á flutningaskipinu Nostromo er vakin úr djúpsvefni af móður tölvuni til að tékka á neyðarkalli sem berst frá lítt þekktri plánetu.
Þau senda nokkra úr áhöfninni og finna eitt stykki geimskip og þar inni hundruðir eggja þar sem lífvera úr einu egginu stekkur á Kane(leikinn af John Hurt)þessar lífverur kallast Face Hugger fyrir þá sem ekki vita.Honum er svo dröslað aftur í skipið og þá fer allt í háaloft.
***1/2 af *****
Myndin er vel brelluð þrátt fyrir að vera 22ja ára gömul og mjög vel leikin að mínu mati og þá fannst mér sérstaklega skemmtilegt atriðið þegar þau voru að borða og litla paddan brýst út úr brjóstkassanum á honum Kane okkar.
Smá fróðleikur:Í endaatriðinu þegar Ripley(leikinn af Sigourney Weaver) sleppur í flótta flaugina og geimveran er með henni, þessu atriði hafði verið breytt gegn vilja Ridley Scott, hann vildi hafa það þannig að paddan myndi éta hausinn á vesalings Ripley, setjast í stólinn hennar og senda skilaboð til jarðar með hennar röddu, framleiðendurnir voru ekki mjög hrifnir af þessum dökka endi.
Aliens
Framleiðsluár:1986
Leikstjóri:James Cameron
Aðalhlutverk:Sigourney Weaver, Michael Biehn, Lance Henriksen, Jenette Goldstein, Paul Reiser og Bill Paxton
Lengd:U.Þ.B. 137 mín
Tagline:,,This time it´s war”
Umfjöllun
Núna er Ripley búin að vera í djúpsvefni í 50 ár eða svo og henni er bjargað af vinnuveitendum sínum sem sviku hana og áhöfnina í fyrri myndinni.Svo kemur í ljós að enginn trúir henni að geimveran hafi slátrað áhöfninni, en svo missa þau samband við nýlendu og þar eru geimverurnar á kreiki og auðvitað er herlið sent á staðinn til að gá að stöðunni, og nú eru geimverurnar orðnar miklu fleiri og hermennir eru í djúpum sk*t.
**** af *****
Þessi mynd er alveg frábær og tókst James Cameron vel upp með þetta framhald, brellurnar eru mun betri vegna þess að myndin er árgerð 1986, leikararir standa sig flestir vel en enginn kemst með tærnar þar sem Bill Paxton hefur hælana.
Það virkaði líka vel íþessu snilldar framhaldi að gera meira út á hasar en að spila á taugarnar auk þess sem maður fékk að sjá móður allra geimveranna(drottninguna)þar fékk mapur ferskt blóð.
Og meira af smá fróðleik:Í atriðinu þegar er verið að skýra verkefnið fyrir hópnum þá gerir Hudson(Bill Paxton)grin að Vazques(Jenette Golsstein) og segir “When they said aliens she thought they ment illegal aliens and signed up.”Þessi skemmtilega setning var upphaflega “insider” grín vegna þess að Jenetta Goldstein sem leikur hörkukvendið Vasques hélt í alvöru að Aliens væri mynd um ólöglega innflytjendur, því að þetta er slangur fyrir ólöglega innflytjendur, þannig hún kom klædd fyrsta daginn eins og að hún væri nýflúin frá Kúbu, skemmtilegur misskilningur.
Takk fyrir mig og endileg segið mér ef gleymdi einhverju.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.