James Cameron er án efa einn skemmtilegasti leikstjóri í heiminum í dag og hefur hann búið til margar minnistæðar myndir og atriði í kvikmyndaheiminum. Hann hefur verið kallaður fullkomnunarsinni af samstarfsfólki sínu og er hann víst gífurlega kröfuharður. Ég ætla að rifja aðeins upp feril snillingsins James Cameron.
Hann fæddist í Ontario, Kanada 16 ágúst 1954. Hann flutti til USA árið 1971. Hann hafði gífurlegan áhuga á kvikmyndum á skólaárum. Hann heillaðist sérstaklega af 2001: A Space Odyssey eftir Kubrick og pældi mikið í því hvernig þeir tóku þá mynd upp. Hann byrjaði að skrifa sci-fi sögur á fullu og hugsaði lítið um skólann. Það var einmitt í leiðinlegum líffræðitíma sem hann skrifaði smásögu sem seinna varð úr The Abyss. Hann flutti til LA og fór að læra eðlisfræði og ensku en það blundaði alltaf í honum að fara í kvikmyndabransann. Hann hætti því að læra og gerðist módelsmiður fyrir B-mynda fyrirtæki. Hann fékk svo loks að leikstýra 1981 þegar hann gerði Piranha 2: The Spawning. Í þeirri mynd lék einmitt Lance Henriksen sem átti eftir að koma við sögu við gerð næstu myndar hjá Cameron. Á meðan hann gerði Piranha 2 var mikil pressa á honum og hann varð veikur. Hann dreymdi draum um vélmenni sem kæmi úr framtíðinni til að drepa hann. Þegar hann vaknaði skrifaði hann nokkrar hugmyndir niður sem síðar varð Terminator( þetta er ekki djók þetta atvikaðist svona). Í kjölfarið á Piranha 2 þá fékk hann samning um að skrifa Rambo: First Blood part 2 og einnig Alien 2 sem síðar varð að Aliens.
Hann hafði fyrst samband við hasarframleiðandann Gale Anne Hurd( sem síðar varð eiginkona hans) og sýndi henni handritið að Terminator. Hún varð hrifinn af því og Cameron seldi henni það fyrir 1 dollara( ekki lygi). Hann fékk Arnold Schwartzenegger í hlutverk tortímandans og Michael Biehn sem Kyle Reese. Upprunalega átti samt Arnold að vera Kyle og Lance Henriksen tortímandinn en Arnie ákvað að vera vélmennið í staðinn(smart move) og Lance var í hlutverki löggu. Myndin sló í gegn og allir urðu hrifnir af eldmóðnum í Cameron, sem gerði sum áhættuatriðin sjálfur. Arnold sagði eitt sinn \“There were times when I thought he was completely fucking crazy!\”.
Næst réðst hann að gerð Aliens, framhaldi Alien sem hafði slegið í gegn nokkrum árum áður. Hann fékk aftur þá Michael Biehn og Lance Henriksen til að slást í hópinn. Hann giftist Gale Anne Hurd rétt áður en tökur hófust(hún framleiddi Aliens líka). Alien var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna og vann 4.
Eftir aðra vel heppnaða mynd streymdu tilboðin inn á borð hans en hann ákvað að láta gamlan draum rætast og gerði hann því The Abyss eftir smásögunni sem hann skrifaði sem krakki. Þetta var gífurlega erfið kvikmyndataka og þrýsti Cameron gífurlega á leikarana sína og gerði þá brjálaða. Abyss er ein erfiðasta mynd sögunnar í framleiðslu. Það voru gífurlega flóknar tökur í henni og brellur.
Myndin var það erfið að hann skildi við Gale eftir tökur myndarinnar. Myndin er samt mjög góð að mínu mati og allgjör frumkvöðull í neðansjávarmyndatöku.
Eftir Abyss hvarf Cameron í smá tíma. Hann giftist Kathryn Bigelow og framleiddi og hjálpaði við að skrifa mynd sem hún leikstýrði sem hét Point Break( með Keanu Reeves og Patrick Swayze). Hann var á þessum tíma að hugsa um að gera framhald af Terminator og talaði við gamlan félaga sinn William Wisher og þeir sömdu handritið að Terminator 2:Judgement Day. Cameron talaði við Lindu Hamilton og Arnold og þau samþykktu að taka þátt án þess að fá að lesa handritið. T2 var fyrsta myndin sem fór yfir 100 milljónir$ í kostnaðaráætlun. Myndin sló í gegn líkt og fyrri myndin og vann 4 óskarsverðlaun fyrir hljóð- og sjónrænarbrellur.
Á þessum tíma var hann að hugsa um að gera annaðhvort Spiderman mynd eða mynd um Titanic. Hann hætti hinsvegar við það þegar Arnold kom til hans með ábendingu um franska mynd(La Totale) sem gæti orðið að amerískri hasarmynd. Cameron skrifaði því handrit út frá þessari mynd og útkoman var True Lies. Eins konar svar bandaríkjamanna við James Bond bretanna. True Lies fór fram úr kostnaðaráætlunum eins og flestar myndir Cameron en hún sló samt í gegn.
Cameron hafði allveg frá miðjum áttunda áratugnum verið með hugmynd í kollinum um að gera sci-fi mynd sem gerist nokkrum dögum fyrir árþúsundamótin. Hann hafði bara engan tíma til að leikstýra þessari mynd og lét hann því sína fyrrverandi Kathryn Bigelow( hann skildi við hana á meðan hann var að gera T2 og byrjaði með Lindu Hamilton í staðinn) leikstýra henni. Myndin hét Strange Days og Cameron skrifaði handritið og framleiddi hana líka. Hann hafði ekki tíma í mikið meira því hann var önnum kafinn við að undirbúa næstu mynd sína.
Hann hafði fengið grænt ljós á handritið sem hann skrifaði um Titanic. Hann fór því í nokkra leiðangra að flaki Titanic því hann vildi byggja nákvæma eftirlíkingu af skipinu. Hann tók nokkrar mínútur af efni af flakinu sjálfu. Út frá því var hann búinn að ákveða hvernig hann ætlaði að gera myndina. Myndin fékk upprunalega 125 milljónir$ í budget en það fór allt úr skorðum og myndin var í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Cameron því að fórna launum sínum til að halda áfram. Myndin tók gífurlega langan tíma í vinnslu og voru samstarfsmenn Cameron orðnir svartsýnir á köflum og leikarar pirraðir. Cameron gafst ekki upp og pungaði myndinni út og fékk hún 11 óskarsverðlaun. Þar á meðal fékk James Cameron loksins óskar fyrir bestu leikstjórn.
Það er ekki mikið vitað um hvað hann ætlar sér að gera á næstunni en það er víst True Lies 2 á dagskránni hans og er búið að semja við Arnold Schwartzenegger og Tom Arnold um endurkomu. Þess má einnig geta að Cameron hefur verið að reyna að fá gistingu í geimstöðvum í langan tíma og segist vilja borga slatta fyrir. Margir halda því fram að þetta sé tákn um það að Cameron ætli sér að gera geimmynd. Trúlegast til að heiðra 2001 sem hann var svo hrifinn af í æsku.
Hérna eru svo nokkrir fróðleiksmolar í eftirrétt.
*allt tökuliðið og leikararnir í T2 bjuggu til boli sem á stóð \“ekkert hræðir mig, ég hef tekið þátt í James Cameron mynd\”.
*þegar hann var að klippa Titanic var hann með rakvélablað límt á hlið klippitölvunnar og miði undir sem á stóð \“use only if film sucks!\”
*Cameron kallar Titanic alltaf 190 milljón$ \“chick flick\”
*Cameron notar oft sama fólkið í myndum sínum t.d. Arnold(T1,T2 og True Lies),Michael Biehn(T1,Aliens,The Abyss), Lance Henriksen(T1,Aliens,Piranha 2),Bill Paxton(T1,Aliens,True Lies,Titanic) og Jenette Goldstein(Vasquez í Aliens,T2,Titanic).
Mín röðun á Cameron myndunum:(hver er best)
1.T2
2.Aliens
3.The Abyss
4.True Lies
5.T1
6.Titanic
(hef ekki séð Piranha 2: The Spawning:)
-cactuz