Go, Go Second Time Virgin (Yuke yuke nidome no shojo)
Leikstjórn: Koji Wakamatsu
Handrit: Masao Adachi, Izuru Deguchi, Kazuo ‘Gaira’ Komizu.
Leikarar: Michio Akiyama, Mimi Kozakura
Go, Go second time virgin er öruglega besta nafn á bíómynd sem ég hef heyrt og var það nafnið sem fangaði huga minn til að byrja með.
Myndin var tekin upp á fjórum dögum upp á húsþaki í Sendai.
Koji Wakamatsu leikstýrði myndinni og hafði hann á undann unnið hjá kvikmyndafyritæki sem hét Nikkatsu studio þar sem hann var bara í fullri vinnu við að leikstýra myndum. Fékk hann alltaf bara handrit í hendurnar sem hann átti síðan að vinna úr, og var ávalt gefið sama tökuplan á myndunum. Þú áttir bara að gjöra svo vel að klára myndina á 30 dögum. Svo það var ávalt stöðug frammleiðisla og fengu myndir hans oftast lítið áhorf því handritin voru oftast slöpp og um nákvæmlega það sama.
Á því tímabili sem hann vann hjá þessu fyritæki, það er að segja frá 1963 – 1965 þá leikstýrði hann um 20 kvikmyndir sem að sjálfsögðu er bara geðveiki.
En svo árið 1969 þá fékk hann fjármagn til að gera Go, go second time virgin sem var skítnar 5000 dollar sem er sirka 300 þúsund krónur sem er enginn peningur til að gera bíómynd í fullri lengd.
Fékk hann eiginlega bara fólk á götunni til að leika í myndinni og t.d. stelpan sem lék aðalhlutverkið hefur aldrei leikið neitt aftur, var þetta eina myndin sem sú stúlka lék í.
Tók hann myndina upp á 4 dögum sem er fáránlega stuttur tími.
Eins og ég sagði áður þá gerist myndin mest öll upp á húsþaki og á hún að gerast á einum sólahring.
Aðal persónur myndarinnar er stelpa og strákur þau Poppo og Tsukio.
Myndin byrjar á nauðgunar atriði sem kemur kanski fáum á óvart því að í flestum japönskum myndum á þessum tíma þá átti sér stað alltaf einhverskonar nauðgunar senur.
En þar er þessi stúlka hópnauðgað á þessu húsþaki, á meðan grátbiður hún mennina um að drepa sig en þeir hlæja bara og hlusta lítið á hana. Í horni rétt hjá horfir piltur að nafni Tsukio á og þegar mennirnir eru búnir að sínu þá hjálpar strákurinn henni á fætur og í burtu frá þessum líð.
Þau kinnast og hún biður hann um að drepa sig því henni finnst skömm af því að fremja sjálfsmorð en ber það vera skilda að deyja því móðir hennar drap sig út af því að henni var nauðgað strákurinn er frekar þrjóskur til að fara eftir ósk hennar og á meðan hún er að grátbiðja hann sýnir hann henni inn í sinn heim sem er alls ekki fallegur.
Myndin er rosalega sérstök, frekar óhugnaleg og alls ekki fyrir viðkæmar sálir, en þó svo að hún sé svona óhugnaleg þá er líka margt svo rosalega fallegt við hana, þeirra samband Poppo og Tsukio er svo stórfurðulegt, en á tímabili þá hlærðu með þeim og finnst voðalega gaman en síðan allt í einu ertu kominn inn í aðstæður sem er svo langt frá því ástandi sem þú varst í og þér verður á svip stundu frekar misboðið.
Þó svo að myndin sé frekar illa gerð og ýmsar villur í henni þá er drifkraftur hennar frekar öflugur og heldur hún manni alveg föstum við skjáinn en myndin er nú alls ekki fyrir alla því hún er á sinn hátt mjög sérstök hvort sem þú túlkar það sem snild eða drasl það er bara þitt að dæma en mér fannst myndin bara mjög góð.
***/****