Kvikmynd eftir Lars von Trier.
Leikarar: Bodil Jørgensen, Jens Albinus, Anne Louise Hassing, Troels Lyby, Nikolaj Lie kaas.
22 mars 1995 var dogme hreyfingin stofnuð af þeim Lars von Trier og Tomas Vintenberg á fyrirlestri í parís kom Lars von Trier með þær reglur og hugmyndir á bak við Dogme hreyfinguna. Slóu þeir Kritian Levring og Søren Kragh-Jacobsen og stofnuðu þeir svo kallaðan hóp sem kallaði sig dogme 95 Collective.
Útkoma Lars Von Trier var Idioterne, mynd sem kom út árið 1998 um fólk sem var orðið leið að taka lífinu of hátíðlega og vildu gerast hálfvitar og hverfa inn í heim þeirra vængefnu og einföldu sálir þar sem allt er kanski einfaldara og jafnvel betra.
Karen er ung kona sem flækist inn í þennan hóp af algjöri tilviljun að ég held og sér algjörlega nýja meiningu í lífi sínu. Hún hefur átt erfiða tíma og tekur hópurinn hana að sér. Fara þau í sameiningu að gera ýmis heimskupör og hrekki sem endar síðan á frekar hálum ís.
Myndin fannst mér fín, ýmsir góðir púntar og get ég sagt að ég skemmti mér ágætlega á meðan ég sat inn í bíósalnum og horfði á hana, maður brosti mikið, hló á meðan maður fannst líka á tímabili þetta mjög svo rangt þó svo að ég pældi lítið í því nema þegar maður áttaði sig allt í einu á því eins og kjafthögg í andlitið hvort maður ætti virkilega að vera að hlæja af þessu.
Það sem held ég bjargaði myndinni algjörlega var frammistaða leikara því myndin er tekin upp á venjulegri dv cam vél að ég held og tæknibrellur sama sem engar svo það er aljgörlga upp á leikaranum komið að gera myndina eins trúverðulega og hægt er, held að þau í sameiningu hafi tekist vel til.
Það eru ýmsir þættir sem ég var ekki alveg sáttur með, söguþráður fannst mér ekki standast undir væntingum og var þetta stundum bara komið út í einhvern fíflagang sem persónulega fannst mér ekki eiga endilega rétt á sér og frekar ónauðsinnlegur, ef maður ætti að taka sem dæmi þegar þau eru að selja einhverskonar jólaskraut, á þeim tímapúnti fannst mér þetta vera orðið fínt og komið ´bara út í fíflagang sem var búið að mjólka nóg.
Svo var það ýmis mistök eins og myndatökumaður inn í mynd, hljóðnemar og annað dót sem kanski er algjörlega fyrirgefanlegt því það er eins og þau gera í því að sýna það, eða allavega eru ekki mikið að einbeita sér að fela þessar villur sem koma framm.
Eins og ég segi fín mynd sem kemur manni til að hlæja en persónulega fynnst mér vanta hellingur, engin Festen sem er afrek Thomas Vinterberg sem að mínu mati er lang besta dogme myndin.
**1/2/****