Júní síðastliðinn skrifaði Mario Monti, samkeppnisstjóri ESB, kvikmyndafyrirtækjunum í Hollywood bréf. Í bréfinu var spurt um verðlagningu á DVD myndum. Verin sem hann skrifaði til voru Disney, Sony, WarnerBros, MGM, Vivendi-Universal, 20th Century Fox og Paramount. Disney er eina fyrirtækið sem hefur sýnt smá samvinnuþýða.
En ekkert hefur nú frést mikið af því síðan..
DVD diskar eru ódýrari í Bandaríkjunum eins og þið hafið eflaust tekið eftir, þið sem eruð að panta að utan.
Tökum 2 dæmi:
Matrix kostar 2.399,- kr í Skífunni.
Matrix kostar $18,74 eða 1.958,- kr hjá Amazon.com
= Mismunurinn er 441,- kr.
Gladiator kostar 3.999,- kr í Skífunni.
Gladiator kostar $22.49 eða 2.350,- kr hjá Amazon.com
= Mismunurinn er 1648 kr,-.
Gladiator er meira segja tæpum 750 kalli ódýrari þótt hún væri ekki á tilboði hjá Amazon.
Einnig sá ég The Crimson Rivers nýkomna á DVD, á sama verði og Gladiator, eða 3.999,- kr. Þetta er bara einfalt brjálæði.
Þó eru ekki allar búðir á Íslandi svona dýrar, ss. Hagkaup.
Þeir eru með ágætt verð og fínt úrval.
Ég heyrði nú líka um daginn að ástæðan fyrir þessu væri bara textuninni, kostar sér að fá íslenskan texta. Passar þetta?
Samt þá verður þetta að fara lagast, það liggur við að maður sé að fara kaupa tölvuleik þegar maður er að spá í að fá sér mynd.