Ein besta mynd sögunnar og ein sú allra besta sem ég hef séð er, American Beauty. Ég sá hana fyrst þegar hún var ný á videoleigu og sá frábæra kvikmynd. Núna á ég hana og hef horft á hana oft og mörgum sinnum en aldrei fæ ég leið á henni.
EKKI LESA LENGRA EF ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ SJÁ AMERICAN BEUTY!!!!!!!
Í byrjun myndarinnar er sögumaðurinn Lester Burnham (Kevin Spacey) að segja frá ömurlegri fjölskyldu sinni, Carolyn Burnham konu sinni(Annete Bening) sem er fasteignasali og Jane dóttur sinni (Thora Birch) sem er framhaldsskólanemi og einnig því hvað hann sé mikill minnipokamaður. Í vinnunni er komið fram við hann ásamt fleirum eins og maðka. Þennan dag eiga allir að skrifa starfslýsingu eða með öðrum orðum skrifa langa ritgerð um það hvers vegna þeir ættu ekki að verða reknir vegna fjárskorts. Lester tekur mjög illa í þetta strax til að byrja með. Sama dag flytur ný fjölskylda í húsið við hæiðina á Burnham fjölskyldunni. Í þeirri fjölskyldu eru: Ricky Fitts jafnaldri Jane sem á að ganga í sama skóla og hún. Hann tekur gjarnan myndir af því sem honum finnst fallegt. Frank Fitts fyrrverandi herforingi og Barbara Fitts mjög undarleg kona. Ricky byrjar strax að taka myndir af Jane upp á cameruna sína en hún tekur ekki vel í það. Dag einn þegar Lester og Carolyn fara á körfuboltaleik til að sjá klappstýruatriði sem Jane er með í verður Lester yfir sig ástfanginn af Angelu Hayes, vinkonu Jane. Og um það leyti byrjar hann þá fyrst að lifa lífinu og byrjar t.d að reykja ólögleg efni. Sú ást verður auðsjáanleg meðal þeirra vinkona og finnst Jane þetta ver mjög ógeðslegt. Angela lýgur því reyndar að henni að flestir karlmenn hafi slefað yfir henni síðan hún var 12 ára. En Jane og Carolyn verða líka ástfangnar og fá sína ást endurgoldna. Jane byrjar með Ricky Fitts og Carolyn heldur framhjá með keppinauti sínum Buddy Kane. Þegar Lester skilar starfsskýrslunni inn verður hann rekinn en……….. fær árslaun og fulla ábyrgð vegna þess að hefur litlar sannanir um að forstjórinn hafi borgað fyrir að fá fullnægingu með peningum fyrirtækisins. Hann fær svo vinnu á skyndibitastað. En hann kemst að því að Carolyn heldur framhjá en það sem meira er honum er alveg sama! Hann er ástfanginn af Angelu og byrjar að lyfta til þess að hún líti betur á hann. Eitt kvöld þegar Angela og Jane eru samn heima hjá Jane biður Ricky hana að flýja með sér til NY. Hún svarar játandi en hættir að vera vinkona Angelu. Ástæða þess að Ricky baða hana um þetta er að pabbi hans hélt að hann væri hommi þegar hann sá hann selja Lester dóp (en hann fattaði það ekki). Lester og Angela hittast eftir það. Þau tala saman en þá fer Angela allt í einu á klósettið. Carolyn kona Burnhams labbar að húsinu með skammbyssu en heyrir allt í einu skothvell. Lester er myrtur nákvæmlega á besta tíma lífs síns af Franky Fitts.
ari218