Myndin One Flew Over the Cuckoo's Nest er frá árinu 1975 og skartar Jack Nicholson í aðalhlutverki. Leikstjóri myndarinnar er Milos Forman sem á að baki myndina Amadeus. Þessi mynd fékk 5 Óskarsverðlaun árið 1976 en þau voru fyrir: Besta mynd, Besta leikstjórn (M. Forman), besti leikur í aðalhlutverki karla (J. Nicholson), besti leikur í aðalhlutverki kvenna (luise Fletcher) og besta handrit byggt á annari sögu (Bo Goldman). Myndin er byggð á skáldsögu, Ken Kesey en hún kom út árið 1962.
Í byrjun myndarinnar kemur Randle Mcmurpy (Jack Nicholson) saklaus inná geðveikrahæli. Hann hleyoir miklu lífi inn á það þann tíma sem hann er þar. Margar skemmtilegar persónur er þarna en af þeim má nefna: Martini, Billy, Miller og síðast ekki síst “heyrnarlausi” indíáninn. Mcmurphy nær nefnilea mjög góðu sambandi við indíánn ólíkt flestum.
Jack Nicholson sýnir snilldarleik í myndinni ásamt flestum hinum leikurunum.
****1/2 /*****