Legend of 1900:
Mig langar bara að skrifa smá grein um mynd sem ég sá á stöð 2 nú í morgun. Myndin heitir legend of 1900 og leika í henni margir óþekktir leikarar sem og Tim Roth. Ég bjóst ekki við miklu enda var ég bara að surfa á milli sjónvarpsstöðva í leit að einhverju skemmtilegu. Svo sá ég að Tim Roth lék í myndinni og varð því svolítið áhugasamur. Jæja ég varð ekki fyrir vonbrigðum, hér kemur smá spoiler:
Myndin byrjar á því að miðaldra maður gengur inn í hljóðfæraverslun um 1946 eða rétt eftir stríðið. Hann selur eiganda búðarinnar trompetið sitt sem hann leikur á. Hann biður svo búðareigandann um að leyfa honum að spila á það í síðasta sinn. Hann spilar lag sem búðareigandinn þekkir og setur umsvifalaust plötu á plötuspilarann. Hann spyr síðan trompetleikarann hvaða lag þetta er og hver píanóleikarinn er. Trompetleikarinn verður mjög hissa og spyr hann síðar: Hvað myndirðu segja ef ég segði við þig að hann hefði aldrei verið til?
Myndin heldur síðan áfram í rauntíma og með birtingum úr fortíðinni þar sem hann rifjar sögu píanóleikarans upp smátt og smátt.
Það sem keyrir myndina áfram er mjög gott handrit, frábærlega vel unnin saga og leikararnir standa sig allir með prýði. Tim Roth er frábær sem píanóleikarinn að nafni Walter T.J. Lemons 1900. Einnig er að finna í myndinni frábær músík sem er að mestu djass og klassísk músík spiluð óaðfinnanlega á píanó sem og önnur hljóðfæri. Einstaklega skemmtileg og góð mynd.
Ég hvet sem flesta að kíkja á myndina.
greatness.