Norska myndin Elling fjallar um 2 geðsjúklinga sem losna af hæli og fá íbúð í Osló.
Annar þeirra, Elling (leikinn af Per Cristian Ellefsen) hafði ekki átt í neinum samskiptum við fólk þangað til móðir hans dó. En hinn, Kjell Bjarne (leikinn af Sven Nordin) hugsaði nánast ekki um neitt annað en klám og viðgerðir.
Þeir höfði verið saman í herbergi á hælinu en deildu nú íbúð. En ef þeir mundu ekki geta bjargað sér sjálfir í Osló mundu þeir fara beint aftur á hælið. Eitt af því fyrsta sem þeir þurfa að læra (og þá sérstaklega Elling) er að svara í síma. Það gekk erfiðlega til að byrja með en svo fer það að ganga betur. Þegar Elling fór fyrst út í göngutúr í Osló segir hann frá tvemur helstu óvinum sínum en þeir eru óróleiki og svimi en þeir virðast alltaf elta hann hvert sem hann fer. Á aðfangadegi dettur ólétt og drukkin kona í stiganum fyrir utnan íbúðina. Kjell Bjarne vill strax fara að hjálpa henni. Hann lætur Elling gá hvað hún heitir og nafn hennar er Reidun Norsletten. Seinna kynnast þau 2 betur og verða ástfanginn. En á sama tíma og það gerist finnur Elling skáldið inni í sér og hættir að vera eltur af óvinum sínum. Til að koma ljóðunum sínum á frmafarir kaupir hann súrkálspakka, skrifar ljóð aftan á hann og skilar honum aftur í búðina undir nafninu Hr. E. Elling kynnist líka manninum, Alfons Jorgensen sem hefur mikinn áhuga á ljóðum og verða þeir góðir vinir.
Myndin er dramatísk gamanmynd sem er leikstýrð af Norðmanninum Peter Næss. Ég bjóst við svona la la mynd þegar ég labbaði inn í salinn og fékk það sem ég bjóst við. Per Cristian Ellefsen var hins vegar frábær í hlutverki Ellings.
ari218