Uppáhaldsgagnrýnandinn minn, Roger Ebert, notar hvorki meira né minna en tvær mismunandi “stjörnugjafir”, þ.e. stjörnur frá 0-4 og svo “thumb up/thumb down” (contrary við almenna trú þá gefur Ebert ekki “two thumbs up/down”, hann gefur aðeins einn putta og meðgagnrýnandinn, þ.e. Richard Roeper (eftir að Gene Siskel dó), gefur hinn).
Samt sem áður hefur Ebert oft tekið það fram að hann er alfarið á móti stjörnugjöf og notar hana bara út af bráðri nauðsyn (blaðið hans neyðir hann til þess). Sjálfur vill hann bara skrifa það sem honum finnst og mæla með eða á móti myndum, ekki setja þær í einhvern stjörnumælikvarða.
Stjörnugjöf er líka svolítið heimskuleg - er í alvörunni einhver munur á mynd sem fær 3 1/2 stjörnu og mynd sem fær 4 stjörnur?
Einn virtasti gagnrýnandi allra tíma, eiturnaðran skemmtilega Pauline Kael, notaðist aldrei við stjörnugjöf (henni nægði að niðurlægja fólk…). Netrýnirinn Harry Knowles gerir það ekki heldur.
Sjálfum er mér alveg sama hvaða stjörnustandard gagnrýnendur nota (nema það séu 6 stjörnur eða 8 stjórnur eða eitthvað þvíumlíkt) og finnst mér 4-, 5- og 10-stjörnukerfin öll mjög þægileg.
Já, og Rotten Tomatoes gefur ekki neinar prósentur, þeir vinna prósentur útfrá ummælum gagnrýnenda - þeir eru sjálfir ekki að gefa neina einkunn, alveg eins og imdb.com einkunnin er meðaltal notenda, ekki vefsins sjálfs.