Ætli það sé ekki kominn tími að ég fjalli hér um Richard Donner útgáfuna af Superman 2. Ég ætla að gera lista yfir það góða og slæma um myndina og segja ástæðurnar.
það Góða:
* Textascrollið er betra.
* Byrjunin er öðruvísi.
* Nú eru atriði með Marlo Brando(Jor-El).
* Lois Lane fattar fyrr að Clark Kent er Superman.
* Lois Lane sannar öðruvísi að Clark er Superman.
* Faðir og Sonur(meiri föðurleg tengsl).
* Bardaginn í borginni er lengri.
*Superman eyðileggur heimilið sitt.
* Lengri útgáfa: Superman fær krafta sína aftur.
Það Slæma:
* Atriði hafa verið stytt.
* Endirinn er öðruvísi.
* Atriði hafa verið stytt(ilmennin í smábænum).
*
?.
* Byrjunin er mjög breytt og er þetta 50/50 slæm og góð breyting.
Álit.
Ég er mjög hrifin af þessari útgáfu af einni af uppáhaldsmyndum mínum(ég veit að þetta er engin ofurklassík en þessi telst með einum af mínum uppáhaldsmyndum samt sem áður) en auðvitað eru líka gallar.
Marlo Brando Atriðin eru mjög góð en fyrsta atriðið í myndinni þar sem við sáum dómarana á Krypton segja “Guilty” á mjög klassíksum hætti er
breytt þannig að nú eru þeir aðeins í bakrunninum
og fylgir myndavélin honum Brando. En atriðið bætir samt sem áður persónuleika Zod´s.
þegar ég sá hvernig lois lane fann út hver superman væri í upprunalegu útgáfunni fannst mér það frekar ekki góð útfærsla á einhverju sem hefði getað orðið mun betra. Hér fékk ég að sjá “Það Betra” sem ég vonaðist eftir, Reeves leikur atriðið mjög vel þegar Lois Lane miðar byssunni á
Clark og þegar hún tekur í gikkinn er hann gjörbreytt persóna.
Byrjunin er gjörbreytt þar sem notað er klippur úr
fyrri myndinni og er textakynningin betri. En ég er þóg dálítið á móti því hvernig útfærslan á hvernig Zod og hanns illmenni komust út. Því miður er stytt eithvað af Zod atriðum í gegnum myndina.
Faðir Sonur: Feðratengslin í myndinni eru æðislegur bónus fyrir þessa þar sem Marlo Brando er augnkonfekt og atriðin sem hann er í eru lengd.
Besta atriðið með þá tvo er þegar Jor-El(Marlo Brando) fórnar sinni síðustu lífsorku til að getað
gefið Superman krafta sína aftur.
Bradaginn í Metropolis er aðeins lengri en ekkert rosalega samt(gaman að kíkja á það).
Endirinn er vandamál í bæði útgáfum en er stærra hér þar sem hann Superman snýr tímanum aftur(aftur) og gerðist því ekkert af þessu, sem er mjög skrítin lausn á vandamálinu með Lois Lane.
En allt í allt er þessi útgáfa betri að mínu mati og skemmti ég mér mjög við að sjá betri útgáfu af mynd sem mér fannst vera frábær áður fyrr.
****1/2/******
Endilega kíkið á þessa þegar þið fáið tækifæri til þess. Kveðja Sutti.
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.