Úrslit úr Triviu! Þá er Triviuleik á /kvikmyndir formlega lokið um ókimna tíð. Leikar fóru þannig að hann arnarj stóð uppi sem sigurvegari með 68 stig, nokkuð öruggur sigur hjá honum. Næst á eftir komu killy og THT3000, með 46 og 38 stig. Arnarij var víst lofað einhverjum vinning og sá vinningur verður DVD-eðlis. Hann fær nokkrar myndir:

E.T.
The Silence of the Lambs
The Pianist
The Da Vinci Code

Allt eru þetta tveggja diska útgáfur gjörsamlega stútfullar af aukaefni.


Þá er komið að mynd vikunnar en það fer að styttast verulega í að sá bolti fari að rúlla. Fyrirkomulagið á eftir að skýrast en við munum velja allavega fyrstu myndina og hendum síðan upp einni skoðanakönnun þar sem notendur geta valið um næstu mynd. Tillögur um þá mynd má senda inn í þessari grein rétt á eftir hamingjuóskum til Arnarsj!