Ég sagði víst í lok síðustu greinar að úrslitin yrðu kynnt núna en þau koma ekki fyrr en á morgun. Sigurvegarinn fær einhverjar DVD-myndir í verðlaun og koma þær í ljós á morgun.
Ég hefði síðan viljað sjá eina tíu í lokin en svona er lífið. Voðalega margir með 6 stig.
Arnarj … 9
Voidroid … 7
THT3000, kobbain, TestType, Skarvendus, DrHaHa, Sog … 6
Arihrannar, batistuta, Grindelwald … 4
LikeToLickChick … 2
1. Breskur leikstjóri hefur leikstýrt nokkrum myndum en er þekktastur um þessar mundir fyrir að hafa leikstýrt tveimur af þremur myndum í kvikmyndaþríleik. Fyrir nokkrum árum gerði hann sögulega mynd um merka atburði og sú mynd þótti draga upp raunsæja mynd af því sem gerðist daginn örlagaríka. Það sama má segja um aðra mynd sem hann sendi nýlega frá sér. Hver er maðurinn?
Mr. Shaky-Cam Paul Greengrass er svarið. Hann gerði kvikmyndina Bloody Sunday sem fjallar um atburði sem gerðust á N-Írlandi árið 1972 þegar 14 mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu. Hann gerði einnig United 93 sem flestir þekkja. Síðast leikstýrði hann The Bourne Ultimatum.
2. Atriði úr Taxi Driver er með þeim frægari en þar segir aðalpersónan (Robert De Niro) meðal annars línuna eftirminnilegu “You talkin' to me?” Við hvern segir hann þessa línu?
De Niro horfir í spegilinn og segir þessa frægu línu við sjálfan sig.
3. Eftir að hafa villst af leið í leit að nýkeyptu húsi strandar fjölskylda í það sem þau halda að sé einungis gamall og yfirgefinn skemmtigarður. Annað kemur þó á daginn þegar ýmsar verur fara á kreik og fljótlega, eftir að hafa setið að kræsingum, breytast foreldrarnir í svín dóttur þeirra til mikils ama. Uppúr þessu hefst mikið ævintýri stúlkunnar í þessum fantasíuheimi. Hvað heitir myndin?
Myndin heitir Spirited Away og er af mörgum talin vera besta anime-mynd sem gerð hefur verið.
4. Hvert vildi E.T. hringja?
E.T. phone home! E.T. PHONE HOME!
5. Þýskur leikstjóri hefur farið mikinn á síðustu árum og gefið frá sér nokkrar myndir sem allar hafa hafa hlotið náð fyrir augum gagnrýnenda. Myndirnar hafa frekar rólegt yfirbragð en nú er svo komið að hann hefur mörgum á óvart verið fenginn til að leikstýra nýrri mynd sem er hrein andstæða við sínar fyrri, hasarmynd með klassíska persónu í aðalhlutverki. Hver er myndin og hver er maðurinn?
Marc Forster er leikstjórinn. Sá gerði m.a. Monster’s Ball og Finding Neverland. Hann hefur nú verið fenginn til að leikstýra Bond 22 sem skartar Daniel Craig í aðalhlutverki.
6. Í hvaða mynd birtist lagið Eye of the Tiger fyrst?
Einhverjir sögðu Rocky sem er vel skiljanlegt en rétt svar er Rocky III.
7. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
True Romance.
8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Þarna er Woddy Allen kallinn í Annie Hall.
9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Þetta hefði ekki átt að vefjast fyrir neinum, þetta er úr Titanic.
10. Hver er þetta ?
Þetta er að sjálfsögðu hinn goðsagnakenndi Stanley Kubrick.