Afsakið hvað ég hef látið þetta bíða, ég hef einfaldlega ekki nennt að gera þetta fyrr en núna.
Bergson, arnarj … 9
Raggedyman … 8 1/2
Voidroid … 8
Arihrannar … 7
Giz, Drekafluga, viceroy … 6
Gs1993 … 5
THT3000, Rohypnol … 5 ½
Batistuta … 4
1. Leikstjóri einn fór mikinn á níunda áratug síðustu aldar og raðaði út gæða grín og drama myndum, meðal annars um hóp skólakrakka sem mynda óvænt tengsl, mynd um “félaga” sem, eins og nafnið á myndinni ber til kynna, ferðast nokkuð mikið og mynd um menntaskólanema sem vill frí. Leikstjórinn hefur ekki gert mynd síðan 1991 og hefur lítið látið fyrir sér fara síðan þá fyrir utan að hafa skrifað nokkur handrit að barnamyndum. Hver er þetta?
John Hughes heitir maðurinn og myndirnar eru The Breakfast Club, Planes, Trains & Automobiles og Ferris Bueller’s Day Off. Hann hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara síðustu árin fyrir utan nokkur frekar ómerkileg handrit.
2. Rokktónlistarmaður einn leiddist út í kvikmyndagerð árið 2003 og gerði kvikmynd eina um snarbilaða fjölskyldu sem vakti óhug meðal áhorfenda.Tveimur árum síðar gerði hann aðra mynd um þessa fjölskyldu og þótti hún vera einkar vel heppnuð. Nú hefur maðurinn endurgert eina frægustu hryllingsmynd allra tíma og er hún væntanleg í kvikmyndahús á þessu ári. Hvaða maður er þetta?
Rob Uppvakningur eða Rob Zombie er rétta svarið við þessari spurningu. Hann hefur leikstýrt þremur myndum, House of 1000 Corpses, The Devil’s Rejects og nýlega kom Halloween endurgerðin hans út í BNA og hlaut hún misjafnar viðtökur en fór þó “beint á toppinn í USA!”.
3. Eliza Dushku og Alyssa Milano hafa báðar leikið dóttur sama leikara. Hver er það?
Þessar skvísur hafa báðar leikið dóttur Arnold Schwarzenegger, Alyssa Milano í Commando og Eliza Dushku í True Lies.
4. Með hlutverk hvaða glæpamanns fór Robert De Niro í The Untouchables?
Þessi var nú eiginlega gefins, Al Capone.
5. Tvær myndir gerðar með um 25 ára millibili bera mjög svipuð einkenni. Báðar gerast í smábæ, báðar reyna á þolrif aðalpersónunnar sem verður til þess að allt fer fjandans til í lokin á báðum þeirra með miklum blóðsúthellingum og ofbeldi. Nýrri myndin er gamansöm hasarmynd með ótal tilvísunum í kvikmyndir, og tekur áðurnefnda hluti úr eldri myndinni. Hvða heita þessar myndir?
Mjög skemmtileg spurning ef þú spyrð mig, var alveg 7 mínútur að búa til þessa. Myndirnar eru annars vegar Straw Dogs (1971) með Dustin Hoffman í aðalhlitverki og hins vegar hin nýlega Hot Fuzz sem skartar Simon Pegg. Þegar myndirnar eru bornar saman sér maður að Hot Fuzz byggist upp á ansi svipaðan hátt og Straw Dogs (enda er Hot Fuzz með 508 tilvísanir í aðrar kvikmyndir). Eins og spurningin segir enda þær báðar með miklum blóðsúthellingum og öðrum tilheyrandi viðbjóði.
6. Hver var fyrsta mynd Steven Spielberg til að fá ´R´ stimpil í BNA, það er að segja undir 17 ára þurftu að fara inn í fylgd með fullorðnum?
Það var Schindler’s List.
7. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Þarna sjáum við Nicole Kidman í The Others. Mjög góð draugamynd.
8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Rushmore er myndin.
9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Föli maðurinn úr Pan’s Labyrinth prýðir þetta skjáskot.
10. Hver er þetta ?
Þetta ku vera leikstjórinn Paul Thomas “P.T.” Anderson.
Úrslit verða síðan tilkynnt í næstu grein sem ég hef ráðgert að gera annað kvöld.