Það er ýmislegt sem maður tekur ekki eftir í myndum sem leikstjórarnir setja inn af persónulegum ástæðum. Hér eru nokkur dæmi um svona atriði:

1. Í öllum myndum Tim Burtons er einhver í svart/hvítu röndóttum fötum. Í Nightmare before christmas var það skrýtin krakki. Í batman returns var það aðstoðarmenn mörgæsarinnar og í Sleepy Hollow var það Christina Ricci. Ég er ekki viss hvort þetta sé rétt en þetta las ég samt á netinu. Ég veit ekki hvort þetta á við hinar myndirnar.

2. Í creditlistanum í flestum myndum eftir Coen bræður frá því Barton Fink var gerð er nafnið Roderick Jaynes sett við klippinguna. Þessi maður er ekki til því bræðurnir bjuggu hann til vegna þess að þeim fannst vera of mikið af Coen í listunum. Það fyndna er að þetta nafn var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir klippingu 1997 fyrir Fargo. Því miður vann hann/þeir ekki verðlaunin:)

3. Eins og flestir, sem vita eitthvað um myndir, vita kemur Alfred Hitchcock alltaf fram í öllum sínum myndum. Flottasta cameo-ið hjá honum er örugglega í Lifeboat þar sem einn karakterinn í myndinni les auglýsingu um megrunarkúr sem heitir Reduco og fylgir með henni before&after mynd af Alfred sjálfum. Hann var nefnilega nýbúinn að grenna sig um 40-50 kíló sjálfur.

4. George Lucas vísar mjög oft í fyrstu myndina sína THX 1138. Í Star Wars(A New Hope) er númerið á klefanum sem Leia er geymd í 1138. Í Empire Strikes Back segir Rieekan hershöfðingi “sendið lið nr. 10 og 11 að stöð 3-8”. Í Phantom Menace labbar eitt vélmennið framhjá þegar prinsessan er handtekinn og númerið á vélmenninu er jú jú 1138. Í American Graffiti er bílnúmerið hjá Milner THX-1138. Ástæðan fyrir þessu númeri er það að Lucas bjó einu sinni í San Francisco og símanúmerið hans var 849(THX á tökkunum)-1138.

5.Ron Howard hefur alltaf bróður sinn í öllum myndum sínum. Hann heitir Clint Howard og er nokkuð ófríður maður. Hann lék t.d. krufningarmann í Backdraft,aðstoðarmann hjá NASA í Apollo 13. Ekki nóg með það því í Apollo 13 leika líka móðir hans og faðir. Móðir hans leikur móðir Jim Lovell og faðir hans leikur prestinn sem huggar Lovell fjölskylduna.

6. Oliver Stone notar stundum son sinn í myndum. Hann er Jasper, sonur Jim Garrison, í JFK. Einnig er hann litli bróðir Mallory í Natural Born Killers. Stone á það líka til að birtast í cameohlutverkum. Í Platoon er hann hershöfðingi sem er sprengdur upp. Í Wall street er hann að kaupa hlutabréf á skjá sem er skipt í fernt. Í The Doors er hann kvikmyndaskólakennari sem klippir verk hjá Jim Morrison. Í Any Given Sunday er hann íþróttafréttamaður. Í Born on the 4th July er hann fréttamaður.

7. Kevin Smith er mikill hokkíáhugamaður og þar af leiðandi er mikið vísað í hokkí í myndum hans. Í Dogma voru djöflarnir þrír með hokkíkylfur. Í Chasing Amy fara Holden og Alyssa á hokkíleik.
Í Clerks taka strákarnir pásu til að fara í hokkí á þakinu.
Í Mallrats er Brodie að spila hokkíleik á nintendo á meðan Rene er að segja honum upp.

8.Sam Raimi og Wes Craven voru að skjóta á hvorn annan í nokkrum myndum. Það byrjaði með því að í Evil Dead er plakat í kjallara af myndinni The Hills Have Eyes eftir Craven og það er rifið í tvennt. Síðan í Nightmare on Elmstreet er Johnny Depp að horfa á Evil Dead þegar rúmið borðar hann. Það heldur áfram í Evil Dead II og þá er plakat af Dream Warriors eftir Craven.

9.Renny Harlin er frá Finnlandi og þess vegna gerast flestar myndir hans í kulda þar sem er snjór. Dæmi Die Hard 2, Cliffhanger, The Long Kiss Goodnight. Hann vísar líka oft í Finnland öðruvísi t.d. er finnski fáninn í Driven,Deep Blue Sea,á fallhlíf í Cliffhanger. Það er líka Finlandia vodka í The Long Kiss Goodnight og í Ford Fairlane.

10. Í Eyes Wide Shut er Tom Cruise að lesa dagblað en á blaðinu stendur “All work and no play make Jack a dull boy” en þetta er það sem Jack úr The Shining skrifaði á ritvélina í LANGAN tíma.
Líkt og George Lucas var Kubrick með sitt eigið númer sem kemur oft fram það er CRM 114. Raðnúmerið á Discovery flauginni í 2001 er CRM-114. Í Clocwork orange er bílnúmerið hjá Durango CRM-114 og það sama á við leigubílinn sem Tom Cruise tekur á leiðinni í orgíuna í EWS. CRM á að tákna critical rehearsal moment þetta var orðatiltæki sem Kubrick notaði oft á tökustaði til að láta leikarana vita af mikilvægum senum.

11.Í myndinni Saving Private Ryan eru tveir hermenn að skoða hálsmenn í leit að Ryan. Þeir telja upp ýmis nöfn. Þessi nöfn eru annaðhvort vinir og kunningjar Spielbergs eða fólk sem hann hefur unnið með. Spielberg og George Lucas eru góðir vinir og þeir vísa frekar oft í hvorn annan. dæmi:
a) Í Close Encounters…. þegar móðurskipið flýgur fyrst yfir djöflaturninn er sterku ljósi beint að myndavélinni en ef maður skoðar vel þá sést R2D2 hliðin á ljósinu á hvolfi undir skipinu.

b)Í Raiders of the lost ark eru híróglýfur í hellinum( the well of souls) og þar eru greinilega myndir af C3PO og R2D2.

c) Í Flinstones(sem Spielberg framleiddi) fer flinstonefjölskyldan í bílabíó og þar er auglýsing á stein. Þar stendur “coming soon Tar Wars”.

d)Í Indiana Jones: Temple of Doom er Indy,Willie og Shorty að flýja klúbbinn í byrjuninni. Þegar þau leggja af stað í bílnum sést nafnið á klúbbnum og það er Club Obi-wan

e) Í Phantom menace þegar Amadalla biður um kosningu fyrir vantrausti á kanslara Velorum þá hrópar allt þingið “Vote Now” og það er sýnt yfir þingmennina. Í einu hylkinu eru þrjár E.T. verur:)

Þeir fíflast líka á öðrum vettföngum. Þegar Star Wars sló aðsóknarmet Jaws keypti Spielberg heilsíðu auglýsingu í Variety þar sem hann setti inn mynd af R2D2 að veiða stóran hákarl. Nokkru seinna sló E.T. met Star Wars og þá var komið að Lucas að setja upp mynd af R2D2 að setja kórónu á E.T.
Þeir settu svo James Cameron inn í djókið árið 1997 þegar Titanic kom og sló metið. Þá setti Lucas upp auglýsingu þar sem allir karakterarnir úr Star Wars voru að hoppa af Titanic og Han Solo og Leia voru að óska Jack og Rose til hamingju.

Jæja ég vona að fólk hafi haft gaman af þessum molum. Ef þið vitið um fleiri svona mola þá endilega lát heyra.

-cactuz