Ég fór á Good Advice þann 1.Des og ég verð að segja að ég bjóst við meiru.Í stuttu máli fjallar myndin um mann(Charlie Sheen)sem er verðbréfabrasksri og á allt saman.Hann fær upplýsingar um samruna tveggja fyrirtækja og hann lætur alla viðskiptavini sína kaupa hlutabréf, en hann endar á því að missa helming viðskiptavinanna og er rekinn, og svo fer kærastan(Denise Richards)frá honum, þessi kærasta hans skrifaði í dálk í litlu dagblaði og Sheen ákveðaur að Skrifa í hann þar sem að hann vantar smá peninga.
Myndin er eins og sumar aðrar Hollywood grínmyndir, væminn, rómantísk leiðindi og bestu atriðin sýnd í trailernum.Þessi mynd er soldið svipuð What Women Want, leikararnir standa sig ekkert sérstaklega vel fyrir utan Denise Richards og gömlu Konuna sem er einkaritari á dagblaðinu sem dálkurinn alræmdi er í.

Svo má líka minnast á Jon Lovitz sem leikur ágætlega.

**/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.