Ég var í gærkvöldi að horfa á mynd er ber nafnið the Hurricane. En hún er með Denzel Washington í aðalhlutverki. Í þessari mynd segir frá boxaranum Rubin “Hurricane” Carter og hans lífi en þurfti hann á fyrri árum að þola mikið mótlæti aðalega út af einum manni Dela Pesca. En þó þessi mynd sé yfir tveir og hálfur tími að lengd finnur maður aldrei dauðan punkt en er það að mestu snilldarleik Denzels að þakka sem að mínu mati hefði átt að hreppa Oscar-inn fyrir hlutverkið slík var snilldin á bakvið leik hans. Manni fanst myndin aldrei langdreginn og þess vegna gef ég henni **** af 5 mögulegum. Farið og leigjið Hurricane þið verðið ekki svikinn.
kveðja Ozi