Ég er nýkominn af Harry Potter og ætla aðeins að tjá mig um hana. Í fyrsta lagi labbaði ég inn í salinn með nánast engar væntingar. Trailerinn var ömurlegur, myndin leit út fyrir að vera algjör svínastía og ég hef aldrei verið hrifinn af þessum andskotans djöflalegu bókum. En þó varð ég bara að sjá myndina, og auðvitað lét ég úr því verða. Ég og tveir aðrir ónafngreindir hugarar, komu í sambíóin-álfabakka um 19:30. Strax er komin huge biðröð, ég þakkaði bara fyrir að vera búin að redda mér miða. Þegar við erum loks komnir með handafylli af rusl-fæði löbbum við inn í troðfullan salinn. Setjumst við niður og tjillum aðeins. Ljósin dofna aðeins og trailerar koma og ég bíð spenntur. Fyrst kemur einhver Scoopy Doo teaser ( hreint útsagt hörmulegur teaser ), síðan kemur góður og skemmtilegur trailer fyrir Monster Inc ,svo Zoolander og síðast og síst, einhver disney teiknimynd ( held að hún heiti Atlantis ). En svo rúllar filman í gang. Myndin byrjar ágætlega, og heldur dampi fyrir hlé. En því miður eftir hlé verður hún að eintómu messi. Og síðustu 15-20 mínúturnar voru srpenghlægilegar ( en þó áttu þær ekki að vera það ). Þetta skák atriði ( í endanum ), var hörmung og ég var nánast á barmi hláturskasts. Og allt á eftir skákinni misheppnuðu var hægilegt. Síðan var myndin rosalega löng og varð mjög langdregin þegar á fór að líða.
Myndin var þó nokkuð vel leikin og rauðhærði gaurinn var algjör snillingur. Og síðan var þessi Quidditch leikurinn var flottur. En þó var tröllið í myndinni mjög misheppnað.
Ágætis mynd, en þó vantar einhvað í hana. Get samt ekki mælt með henni.
**/****
ps. Nú eru aðeins 10 dagar í Nexus forsýninguna á LOTR:FOTR!