U2 Elevation DVD rán = 5000 kr !!
Ég get vart orða bundist yfir því hvernig seljendur dvd diska á íslandi verðleggja vörur sínar. Tónleikar U2 sem gefnir voru út á DVD 26.11 síðastliðinn kosta 4999 krónur hjá Skífunni. Ef ég ætla síðan að versla hann af netinu og láta senda mér út á land bætist ofan á það sendingarkostnaður. Við erum þá að tala um næstum 5500 kr. fyrir diskinn. Til samanburðar kostar diskurinn 18,99 pund frá Amazon.co.uk í bretlandi eða 2930 krónur íslenskar. Á Amazon.com í USA kostar diskurinn 24,74 dollara eða 2690 krónur íslenskar. Um er að ræða nákvæmlega sama pakkann eða tvo dvd diska og annan með aukaefni. Ég get skilið að diskar með aukaefni séu dýrari en öllu má nú ofgera! Þess má líka geta að Amazon sendir frítt ef þetta er skráð sem jólagjöf til 4 desember þannig að hér er um mikinn sparnað að ræða. Hvernig stendur eiginlega á þessum mikla verðmun hjá söluaðilum á Íslandi? Ef einhver finnur diskinn ódýrari annarsstaðar þá má hann endilega láta vita.