Shallow Hal fjallar um hinn mislukaða Hal Larson (Jack Black) sem að reynir við allar þokkagyðjur sem hann kemur auga á. Dag einn lendir Hal í því að festast í liftu með manni sem veit sitthvað um konur. Maðurinn ráðleggur Hal að finna konu með innri fegurð því hann vill meina að það sé aðal málið. Hal á erfitt með að skilja hvað hann á við en maðurinn auðveldar honum það með því að dáleiða hann þannig að hann sjái aðeins innri fegurð hjá konum. Þegar Hal kemst úr liftuni og aftur til sinna daglegu starfa uppgötvar hann að hann getur fengið hvaða fallega konu sem er en það sem Hal er ekki beint vel gefinn þá heldur hann að maðurinn hafi gert hann að gellusegli en áður en hann getur notið sinna nýju hæfileika kemst hann að því að eitthvað bogið sé á seiði.
Shallow Hal er tvímælalaust með Farrelly stíl enda er hún eftir þá bræður. Myndin olli angurþiti í Bandaríkjunum vegna fjölda brandara um feita en þeir sem taka þannig hluti til sín ættu ekkert vera að sjá hana. Ég hafði gaman af hugmyndinni varðandi að sjá aðeins innrifegurð og húmorsins sem fylgdi því í kjöflar en myndin fór samt sem áður aldrei yfir strikið varðandi fordóma heldur var farið varlega í þá hluti svo að myndin yrði nú ekki algerlega útskúfuð. Varðandi leik þá er Gwyneth Paltrow að mestu hún sjálf í myndinni þó svo að það komi að því að hún þurfi í raun að leika eitthvað og þá helst í dramatískum atriðum. Jack Blacks karakter er samblanda af hans reglulega grín karakter (Saving Silverman) og honum sjálfum þannig að hann kemur út sem skemmtileg persóna fer ekki út í öfgar né drepur mann úr leiðindum. Jason Alexander leikur vin Jacks og er líka gaman að sjá hann á hvíta tjaldinu því hann var mjög góður í Seinfeld. Ef allur pakkinn er tekinn saman þá höfum við fína grínmynd en langt frá því að vera besta mynd Farrelly bræðra en samt sem áður eru þær allar frábærar.
Shallow Hal verður frumsýnd hér á landi bráðlega og ef þið hafið gaman Farrelly bræðrum þá verðið þið að sjá hana.
Shallow Hal: ** ½