Bond á hraðri niðurleið
Nú er 007 í vandræðum! Robbie Williams á að syngja titillag næstu Bond myndar. Þrátt fyrir að mér finnist Pierce Brosnan góður Bond þá hefur mér fundist Bond serían á niðurleið (sérstaklega ef miðað er við síðustu mynd). Útlitið er þó ennþá svartara ef maður þarf að hlusta á gaulið í Robbie Williams í næstu mynd. Það lítur einnig út fyrir að maður þurfi að bera hann augum því hann fær líklega smá hlutverk í myndinni. Gaman væri að heyra hvað öðrum finnst um þetta og einnig hvað fólki finnst um seríuna í heild sinni?