Harry Potter - umfjöllun Ég ætla fyrst að gefa upp nokkrar upplýsingar um myndina og leikarana.

Höfundur bókar: Joanne K. Rowling
Leikstjóri: Chris Columbus
Tónlist: John Williams
Klipping: Richard Francis-Bruce

Leikarar:
Harry Potter: David Radcliffe
Ron Weasley: Rupert Grint
Hermoine Granger: Emma Charlotte Duerre Watson
Hagrid: Robbie Coltrane
Albus Dumbledore: Richard Harris
Prófessor Quirrell: Iam Hart
Prófessor Severus Snape
Prófessor Minerva McGonagall (er líka aðstoðarskólastjóri): Maggie Smith
Draco Malfoy: Tom Felton
Lord Voldemort: Richard Bremmer

Myndin er um hinn unga Harry Potter sem gist hefur lengi hjá Dursley fjölskyldunni(brrrr) og fær loksins að vita að hann er galdramaður. Fer hann síðan í Hogwarts, besta galdraskólann sem til er(svo er sagt í myndinni). Leyndardómsfullir hlutir gerast í skólanum og ásamt félögum sínum, Hermoine Granger og Ron Weasley, ætlar Harry Potter að komast að því hvað er um að vera

Ég sjálfur verð bara að segja að þessi mynd er meistaraverk. Þótt að hún var löng(byrjaði 18:30 og fórum úr bíóinu 21:20, 15 mín. hlé) þá gleymdi maður sér alveg. Ég hef lesið bókina og verð að segja að þeir gera mjög gott verk með að fara eftir bókinni. Þeir breyttu engu í henni og ég sem las hana vel, tók ekki eftir neinu. Alla sýninguna hafði ég augun opin og blikkaði ekkert, varð að fylgjast með, nema kannski í hléinu, þá greip ég tækifærið.

Rosalega spennandi var að sjá myndina því hún lýsir bókinni mjög vel, þótt að ég hafði lesið bókina, var ennþá jafn spennandi að sjá myndina því ég vildi sjá hvernig sumt leit út. Mér datt til dæmis ekkert í hug að Quidditch völlurinn myndi líta svona út eða skólinn sjálfur(hélt að hann væri eins og venjulegur kastali). Tæknibrellurnar voru óaðfinnanlegar og allt var raunverulegt, stundum var ekki hægt að sjá hvort þetta var tæknibrella eða alvöru.

Myndin var mjög skondin og leit ég aldrei frá bíótjaldinu eitt andartak, ekki einu sinni til þess að rétt svo kíkja í kringum mig, gerði það bara í hléinu. Ég mæli stórlega við myndinni því þetta er sko almennileg mynd og ætti að henta öllum aldurshópum.

Þessi mynd fær fullt hús stjarna frá mér og J.K. Rowling fær sérstakar þakkir frá mér fyrir að skrifa þessar bækur.