Núna þegar fer að líða að óskarnum, sem er þann 24. mars, 2002, þá er allt í lagi að fara aðeins að hugsa um hvaða myndir hljóta tilnefningar og hvaða mynd hreppir óskarinn eftirsótta. Eftirtaldar myndir telja ég eiga góða möguleika á að vinna óskarinn.
A Beautiful Mind
Russell Crowe sem nældi sér í óskarinn fyrir sinn leik í Gladiator, leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Henni er líka leikstýrt af Ron Howard, sem hefur enn ekki fengið neinn óskar þrátt fyrir sinn vel heppnaða feril sem leikstjóri.
Ali
Það er nú búið að tala mikið um þessa mynd á huga. Fyrst þegar ég heyrði um hana hélt ég ekkert að hún ætti eftir sérstök, en þegar leið á verkefnið hélt ég bara að hún ætti eftir að verða fín. Will Smith er nú búinn að leggja allt líf sitt í þetta hlutverk sem Muhammed Ali og ég held að Smith verði tilnefndur, ef ekki útnefndur sem besti leikarinn. Hann ætti það þó allavega vel skilið.
Vanilla Sky
Cameron Crowe vann óskarinn fyrir handrit sitt fyrir Jerry Maguire árið 95' og svo aftur með Almost Famous þetta árið. Ætli hann endurtaki leikinn aftur núna? Myndin inniheldur stórleikara eins og Tom Cruise og Penelopé Cruiz. Vanilla Sky er endurgerð á spænskri stórmynd, “Open your Eyes”.
Lord of the Rings - The Fellowship of the Rings
Ég er mest bjartsýnn með að þessi stórmynd eigi eftir að fá margar tilnefningar. Þó eru gæðin aldrei ráðin fyrirfram. En það fyndnasta er að LOTR mun örugglega heimsækja óskarinn næstu 3 árin. Peter Jackson finnst mér líka mjög líklegur til að fá óskarinn fyrir þetta stórvirki. Ég er allavega nokkuð viss á því að LOTR fer ekki tómhent heim.
Fyrir þá sem vita það ekki þá er kominn nýr flokkur í Óskarnum, bestu tölvuteiknuðu myndirnar. Þar munu Shrek og Monsters Inc. berjast um góssið held ég.
En hvað finnst ykkur?
Eru það ekki fleiri myndir sem eiga von um óskarinn?
Það er nú ekki eins og stórmyndunum hafi rignt inná okkur..