Alls ekki nógu góð þátttaka í þessari triviu. Þessi var reyndar frekar erfið og aðeins einn hugari sem náði yfir 5 stigum.

Killy- 4 ½
Arihrannar – 3 ½
THT3000 – 3 ½
DrHaHa – 2
Grettir – 4
Arnarj- 6 ½


1. Sló í gegn sem læknir, tók feilspor sem ofurhetja en náði nýjum hæðum er hann settist í leikstjórastólinn. Hver er hér á ferð?

Þetta er sykurpúðinn hann George Clooney.

2. Úr hvaða mynd er eftirfarandi setning: “Fyrir utan það að vera fingrafarasérfræðingur rannsóknarlögreglunnar þá er þessi maður karate meistari Íslands í JÚDÓ!!”

Þetta er úr óborganlegu íslensku gamanmyndinni Löggulíf.

3. Hér er nafni eins leikar ruglað: Genuine Class. -Hver er það?

Hinn víðfrægi og dáði leikari Sir Alec Guinness.

4. Spurt er um leikstjóra. Hann leikstýrði mörgum betri ævintýra fimmta áratugar síðustu aldar ásamt félaga sínum Emeric Pressburger. Samstarf þeirra hélst lengi við en árið 1960 leikstýriði hann einni mynd sem jarðaði feril hans næsta áratuginn eða svo. Myndin var talin óhugnaleg að mati gagnrýnenda og hún bönnuð um tíma í heimalandi hans og víðsvegar annarsstaðar. Hann síðar endurheimti frægð sína með einskærum áhuga tveggja leikstjóra sem gerði gott á áttunda og níunda áratugnum. Annar þeirra fékk nýlega styttu nokkra sem margir telja að hann hafi átt að hljóta áratugum áður og jafvel oftar en einu sinni. Um hvern er rætt? (Hálft stig fæst fyrir leikstjórana nefnda í lokin).

Þetta er hann Michael Powell (hálft stig fékst ef nefndir voru Coppola og Scorsese - Margir voru einungis að nefna Scorsese en ekki Coppola og við gefum ekki 1/4 stig.).

5. Chaplin skopstælti hann, Michael Sheard dvaldi stutt við á skjánum sem hann er hann áritaði bók söguhetjunnar og Bruno Ganz gerði hann mannlegan?

Þetta er hann Adolf nokkur Hitler sem allir ættu að þekkja og hver sá sem gerir það ekki ætti að fara og skammast sín.

6. Hvaða Bond-myndir (fleirtala) hafa verið gerðar oftar en einu sinni og hverjir leika Bond í þeim myndum (Hálft stig fyrir myndirnar og hálft fyrir leikarana)

Myndirnar eru: Casino Royale og Casino Royale - Thunderball og Never say never again. Leikararnir eru Daniel Craig, David Niven og Sean Connery.

7. Hvaða persóna í samnefndri mynd er með þá persónuleikaröskun að hann aðlagar sig alltaf að þeim samfélagshópum sem hann er í.

Þetta er myndin Zelig sem Woody Allen leikstýrði og lék í.

8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-4-2.jpg

Þetta er franska drama myndin Tout va bien.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-4-1.jpg

Hér er Bond myndin Never say Never again á ferð.

10. Conversation, Blow Up og Blow Out eru myndir sem vinna með skynjun okkar á því sem dregið er fyrir augu okkar. En hvaða meistarar leikstýra þessum gæðatitlum?

Það eru snillingarnir þeir Brian DePalma, Michalangelo Antonioni og Coppola.