Sundance Film Festival 2002 Nú er komið í ljós hvaða myndir verða á Sundance Film Festival 2002. Þessi hátíð verður stærri og stærri með árunum. Hún hefur komið myndum á markað eins og t.d. Pí eftir Aranofsky og í fyrra Memento eftir Christopher Nolan. Ég ákvað að taka saman þær myndir sem verða sýndar á hátíðinni á næsta ári. Þær eru:

1. 13 Conversations about One Thing: Leikstýrt af Jill Sprecher. Fjallar um mismunandi aðstæður og atburði hjá mismunandi fólki séð frá mismunandi sjónarhornum.Myndin er í brotum sem þarf að raða saman á svipaðan hátt og Pulp Fiction. Í aðalhlutverkum eru Matthew McConaughey og Alan Arkin.

2. Empire: Leikstýrt af Frank Reyes. Veit ekki um hvað hún er

3. Storytelling: Leikstýrt af Todd Solondz sem gerði Happiness. Ég er búinn að sjá þessa og hún olli mér smá vonbrigðum af því hún er langt frá snilldinni Happiness. Það er samt jafn óþægilegt að horfa á hana eins og Happiness og það var örugglega takmarkið hjá Solondz. John Goodman er bestur í sínu hlutverki og Paul Giamatti er einnig ágætur.

4.Teknolust: Leikstýrt af Lynn Hershman Leeson. Fjallar um konu sem vill nota gervigreind(A.I.) til að bæta heiminn. Hún er lífeðlisfræðingur og notar DNA úr sjálfri sér til að búa til Cyborga( hálfur maður hálft vélmenni). Þessir cyborgar hjálpa fólki á netinu til að uppfylla drauma sína. Af því voru gerð úr DNA úr konu vantar þeim X litninga eða sæði úr karlmanni til að viðhalda jafnvægi. Vélmennin eru öll kvenkyns og eitt þeirra byrjar að stunda kynlíf og kemur af stað einhverjum sjúkdómi og þá kemur FBI agent inn í málið og fær sér til hjálpar cyborg aðstðarmann og blabla bla ég botna ekkert í þessari hugmynd.

5.World Traveler: Leikstýrt af Bart Freundlich. Eiginlega þessi týpíska 70´s gaur að finna tilgang lífsins mynd um par sem fer í roadtrip um bandaríkin. Í aðalhlutverkum eru Billy Crudup og Julianne Moore.

6. Blue Car: Leikstýrt af Karen Moncrieff. Fjallar um vandræðastelpu sem skráir sig í ljóðakeppni fyrir tilstilli kennara hennar.

7. By Hook or By Crook: Leikstýrt af Silas Howard og Harriet Dodge. Fjallar um mjög karlmannlega konu sem ásamt annarri konu fremja fullt af glæpum(ohhh Thelma&Lousie og Ríddu mér).

8. Design: Leikstýrt af Davidson Cole. Á víst af fjalla um vandræðin við að ráða við sitt eigið líf.

9. Devil´s Playground: Leikstýrt af Lucy Walker. Fjallar um hóp af Amish-unglingum sem eru að ákveða sig hvort þau eiga að vera Amish áfram eða hvort þau eiga að stíga inn í heim syndaranna(okkar:).

10.The Jimmy show: Leikstýrt af Frank Whaley(sá sem lék gaurinn í Pulp Fiction sem Samuel Jackson hélt hirðingjaræðuna yfir í byrjuninni áður en hann skaut hann). Byggt á samnefdu leikriti sem fjallar um uppfinningamann frá New Jersey(yeah right) sem gerist standup grínisti og verkamaður til að halda um fjölskyldu sína. Í aðalhlutverkum er Ethan Hawke.

11. Noon Blue Apples: Leikstýrt af Jay Lee. Fjallar um konu sem er að rannsaka fóbíur og kemst hún að ýmsum samsæriskenningum um raunveruleikann.

12. On Line: Leikstýrt af Jeb Weintrob. Fjallar um þann frábæra heim sem kallast cybersex(oooo yeaahhh).

13. Rain: Leikstýrt af Katherine Lindberg. Fjallar um kynlíf, morð og fyrirgefningu syndanna(líkt og biblían). Segir sögu um forboðnar ástir og kynhneigð í bæ þar sem eini staðurinn sem þú getur sleppt þér er inni hjá þér.

14. Stolen Summer: Leikstýrt af Pete Jones. Þetta er mynd byggð á handriti sem vann í keppni sem Ben Affleck og Matt Damon settu í gang sem kallast Project Greenlight þar sem fólk gat sent inn handrit á netinu og eitt þeirra er valið til að gera kvikmynd úr. Það bárust örugglega slatti af handritum þannig að þessi mynd ætti að vera áhugaverð.

Það verða líka fullt af heimildamyndum þarna sem ég nenni ekki að telja upp. Jæja hvernig líst ykkur á þessar myndir.

-cactuz