Ég sá á aintitcool.com um daginn að warner brothers fyrirtækið er búið að fá í hendurnar first draft af handriti um Batman og Superman. Nú er líka verið að reyna að gera myndir eins og Alien vs Predator og Freddie vs Jason. Þetta hljómar allt eins og einhver viðbjóðsleg peningaplokkandi þvæla. Það sem gerði þessa frétt áhugaverða er hver skrifaði þetta handrit. Það er engin annar en Andrew Kevin Walker(höfundur se7en,8 mm og Sleepy Hollow). Þessi mikli snillingur er greinilega að reyna að koma með einhvers konar söguþráð þar sem Batman og Superman vinna saman. Það hefur líka lekið út að Wolfgang Petersen sé áhugasamur um að gera þessa mynd ef af henni verður og hefur hann verið að hreinsa til áætlun sína til þess.
Það sem gefið hefur verið upp um þetta handrit er að það er enginn helvítis batgirl og enginn leiðinda Robin. Þetta handrit er mjög drungalegt Batman er skuggalegri og ákveðnari. Morðið á foreldrum hans ásækir hann og hann er vægðarlausari. Hann er ekki að pæla í því hver drap foreldra sína eða hvort hann á að slá eða kyssa kattarkonuna. Bruce Wayne verður bældur niður, hann er ekki félagslyndur. Superman er meira í kringum almenninginn en Batman felur sig í skugganum og rannsakar. Það er samt meira fjallað um Batman heldur en Superman en Superman lendir í mesta hasarnum.

Lex Luthor Jr: Á að vera rauðhærður Ástrali
The Joker: Lex ákveður að klóna(my god) jókerinn til að gera Batman reiðan. Jókerinn fer um Gotham borg í morðæði. Það eiga víst að vera nokkuð góð atriðin á milli Batman og Joker þar sem sá síðarnefndi er nokkuð bitur yfir því hvernig hann var drepinn.
Lois Lane: Kemur með Superman til Gothamborgar til að fjalla um heimssýningu sem er í gangi í Gothamborg.
Bruce Wayne fellur fyrir borgarstjóranum sem er kona :)
Alfred: Er með en hann er í litlu hlutverki í plottinu.

plottið: Lex Luthor Jr tekur við Lex corp eftir að faðir hans deyr. Hann býr til vélmenni sem eru blanda af mönnum og köngulóm. Hann fer með þessi vélmenni á heimssýninguna. Þangað eru komin Clark Kent(Superman) og Lois Lane. Bruce Wayne er keppinautur Lex og fer að athuga hvað hann er að bralla. Vélunum er stjórnað með gervihnetti sem er varinn með kryptonite því Lex þekkir til Supermans. Vélarnar geta hakkað inn í tölvukerfi til að finna upplýsingar fyrir Lex corp. Lex uppgötvar svo að það er einnig súperhetja í Gothamborg sem heitir Batman og ákveður því að klóna The Joker til að sjá um Batman. Síðan eigast þeir við Súperman og Lex og Batman og Joker um miðbik myndarinnar. Allt endar þetta í uppgjöri á heimssýningunni þar sem vélmennin ganga um og ógna íbúum Gothamborgar.

Ég verð að segja það að þetta er með skrítnustu kvikmyndafréttum sem ég hef heyrt í langan tíma. Ég veit ekki hvað AKW er að pæla hvort hann sé að gera grín að þessum myndum eða hvort honum sé alvara með þessu handriti. Það sem er fáránlegast við þetta er að warnerbros eru spenntir fyrir þessari hugmynd og Wolfgang Petersen einnig. Ég held að peningavitið í WB segi þeim að allir vilja sjá svona skrítna hugmynd og þetta segir í raun allt um kvikmyndaheiminn í dag, hversu sorglegur hann er í raun. Æiii kannski á maður bara að hlægja að þessu öllu saman og hætta að röfla þetta. Þetta er nú bara kvikmynd um teiknimyndapersónur for crying out loud :þ
The Joker á víst að vera svo klikkaður í þessari mynd að meira að segja Jack Nicholson gæti ekki leikið hann.

Það á að reyna að koma þessum pakka út sumarið 2003 með sælgæti og öllu sem fylgir.

-cactuz