Mig hefur lengi langað til að fjalla um þessa mynd, en það hefur alltaf verið svo langt síðan ég sá hana að ég hef sleppt því. En í gær þegar ég endurnýjaði kynnin þá ákvað ég að skrifa grein um hana.
Myndin er um Eliot Ness, leikinn af Kevin Costner. Jim Malone, leikinn af Sean Connery. George Stone eða Giuseppe Petri, leikinn af Andy Garcia, Oscar Wallace, leikinn af Charles Martin Smith og baráttu þeirra við Al Capone, leikinn af Robert de Niro.
Myndin gerist á bannárunum, 1930 í Chicago, þegar allt brennivín var bannað með lögum. En Al Capone sættir sig ekki við það og flytur inn brennivín á ólöglegan hátt. Margar löggur eru alveg þrælspilltar og þarna gildir það að treysta engum.
Eftir misheppnaða upptöku Ness's að stöðva innflutning brennivíns, hann fann reglhlífar í stað víns, þá hittir hann fyrir tilviljun, götulöggu að nafni Malone. Malone hefur verið í götulöggunni í 20 ár og er orðinn mjög reyndur. Hann er alveg þrælgáfaður og öruggur með sig. Ness biður hann um að hjálpa sér í baráttu við Capone, Malone er tregur í fyrstu en gengur þó til liðs við hann. George Stone kemur svo í hópinn. Stone er úrvalsskytta og þess vegna er gott að hafa einn þannig með sér, því Capone er ekkert lamb að leika sér við. Wallce gekk á sama tíma með þeim í lið, en hann er ekkert svona hörkutól. Hann fór í gegnum skattinn hans Capone, sem er ekki góður, Capone hefur ekki borgað skatt í mörg ár. Fyrir Wallace þá var alveg nóg að sakfella Capone fyrir skattsvik. Seinna meir standa þeir félagar og fleiri liðsmenn við baráttu við Capone.. en sú barátta á eftir að verða blóðug.
Myndinni er snilldarlega leikstýrt af Brian de Palma. Leikurinn er mestur til prýðis en þó er Sean Connery sem stendur uppúr.
Kevin Costner hefur aldrei þótt neinn einstakur snillingur en hann sýnir alveg fínan leik þarna. Andy Garcia þarf ekkert að sýna mikinn tilfinningaleik, enda er hann hörkutólið, en hann er einnig alveg fínn.
Robert de Niro sýnir (alveg eins og Connery) enn og aftur frábæran leik, rosalegt þegar hann lemur svikarann við matarborðið í spað með hafnaboltakylfu. Einnig sýnist mér hann hafa ennþá sömu aukakílóin eftir leik sinn í Raging Bull þar sem hann þyngdi sig um ca. 20-30 kg, það er það mesta sem nokkur leikari hefur þyngt sig fyrir eina mynd.
Wallace, frábært atriði þegar þeir voru á brúnni, enginn sá til hans, það lak úr tunnunum, og hann fékk sér smásopa.
Eftirminnilegustu atriðin í myndinni voru nokkur, þegar Malone fékk bókhaldara Capone's til að tala með því að drepa líkið.. aftur. Einnig þegar Capone var sakfelldur, það var fyndið, lögfræðingurinn hans tók til baka “ekki sekur” og lagði fram “sekur”. Viðbrögð Capone voru frábær, þegar hann réðst á lögfræðinginn. Svo atriðið með barnavaginn, þó veit ég að það er stolið, eða frekar lánað úr mynd Eisensteins. Atriðið í lestarstöðinni var líka alveg þrælmagnað.
En hvað finnst ykkur um þessa mynd?
sigzi