Terminator 2
Ég horfði á Terminator 2 í gær í líklega fjórða skiptið og mér finnst myndin hreinlega verða betri og betri eftir því sem ég horfi oftar á hana. Flott saga, frábærar tæknibrellur og allt gríðarlega svalt. Ég er búinn að sjá myndir eins og The Godfather og Shawshank Redemption tiltölulega nýlega en T2 fer í fyrsta sætið yfir bestu myndir sem ég hef séð. Það er hugsað vel um öll smáatriði eins og þegar Robert Patrick gengur gegnum rimlana á geðspítalanum en byssan fer ekki í gegn. Allir leikararnir eru góðir og þetta er líklega eina myndin þar sem Robert Patrick hefur verið svalur í (þurfti reyndar ekki að segja mikið). Ég býst við að margir eigi eftir að hrista hausinn yfir minni skoðun en myndin er alla vega frábær skemmtun.