Sá leikstjóri sem er hvað í mestu uppáhaldi hjá mér er Michael Mann, maðurinn á bakvið einhverju bestu seinni ára, The Insider , og margar fleiri svosem glæpadramað Heat, stórvirkið um French and Indian Wars, The Last of the mohicans og Hannibal Lecter origanalinn Manhunter. Nú er hann búinn að gera nýa mynd og ber hún nafnið ALI.

Eins og nafnið gefur til kynna er verkið lofgjörð um hnefaleikakappann Muhammed Ali eða eins og fleiri muna hét hann upphaflega Cassius Clay.Fyrir þá sem ekki vita hver Muhammed Ali er , var hann einhver sá besti boxari sem hefur skriðið í þessari veröld.Hann kom heiminum að óvörum þegar hann rotaði Sonny Liston í Miami 25.Febrúar 1964.Ferill hans reis mjög hratt en fór svo að slaka á tapaði fyrir Ken Morton árið 1973.Tók hann sig svo til og keppti á móti George Foreman í bardaga aldarinnar í Zaír (1974).Ali hafði verið spáð ósigri en rotaði svo Foreman við mikil fagnaðarlæti.Don King kallaði þennan bardaga “Rumble in the Jungle”.Muhammed Ali kallinn er nú ennþá á lífi en er orðinn helvíti hrumur.Er hann ekki með Parkinsons.Kom seinast fram í Tribute to heroes með Will Smith og kommentaði eithvað um það að ekki allir múslimar væru blóðþyrstir hefndarverkamenn og er nú nokkuð til í því.

Nú myndin mun koma til með að spanna 10 ár úr ferli ALi´s , frá 1964-1974.Með hlutverk Ali´s fer enginn annar en Will Smith ,en hann þyngdi sig þónokkuð fyrir hlutverkið og er bjó sig vel undir myndina og ég er spenntur að sjá hvað kemur út úr því.Með hlutverk Don Kings fer Mykelty Williamson(Heat,Forrest Gump,Con Air og Three Kings)sem er hörkunáungi og líst mér andskoti vel á hann sem Don King , Jon Voight(Heat,Deliverance,Midnight Cowboy) er þarna líka svo og Mario Van Peeples sem Malcolm X.Joe Morton() og Jamie Foxx fara líka með hlutverk en Michael Bentt(Girlfight leikur Sonny Liston en George Foreman er leikinn af nýgræðingnum Charles Shufford.Leikstjóri er sem áður segir meistarinn Michael Mann.
Held ég að honum bregðist ekki bogalistin og komi með vel gerða ræmu sem fyrri daginn.
Myndin var tekin upp í byrjun þessa árs í Bandaríkjunum og í Afríku svo sem í Ghana, Mósambík og suður afríku og verður myndin frumsýnd þann 25.desember í US.

“Floats like a butterfly, stings like a bee”


KURSK
Hand me the fucking keys, you cocksucker, what the fuck?