Þátttaka í þessari Triviu var frekar róleg á köflum en í lokin voru það 10 manns sem sendu inn svör. Skor var frekar lágt, kannski er málið að gera þetta aðeins einfaldara.

Vindum okkur í þetta:

arnarj … 8 1/2

toejam … 8
killy … 6 ½
gremor … 5
voidroid … 4 ½
Sammi92, zailex … 4
Grettir … 3 1/2
Einar15, THT3000 … 2 1/2


1. Leikarar einir eru tveir af fáum sem hafa hlotið þann heiður að hafa verið tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir Aðalhlutverk og aukahlutverk á sama árinu. Og báðir hlutu þeir verðlaun fyrir að leika menn með vissa örðugleika sem þeir láta samt ekki á sig fá.
En spurt er, hvað tveir leikarar eru þetta sem hér er lýst? (1/2 stig fyrir hvorn leikara)


Annars vegar var verið að vísa í Al Pacino en árið 1993 var hann tilnefndur fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverki fyrir leik sinn í Scent of a Woman og Glengarry Glen Ross. Hann hlaut Óskarinn fyrir Scent of a Woman. Hinn leikarinn er eins og margir vissu, Jamie Foxx. Hann lék í Collateral og Ray á sama árinu og fékk tilnefningar fyrir þær báðar og vitanlega fyrir aðalhlutverk í Ray sem hann fékk síðan Óskarinn fyrir.

2. Maður nokkur er mjög þekktur fyrir rödd sína en hann hefur ljáð gríðarlega frægum persónum rödd sína þar á með konungi og miklu illmenni. Hver er maðurinn?

Þetta ku vera James Earl Jones, talaði eftirminnilega fyrir Svarthöfða og Mufasa.

3. Mynd ein fjallar um ungann mann sem neyðist að flytja til föður síns eftir að hafa hagað sér illa í skólanum sínum. Hjá föður sínum á hann að læra að verða að manni þar sem að móðir hans getur það ekki. Myndin var innblástur vel þekktrar grínmyndar og mátti sjá margt ansi líkt í þeim myndum. Myndin hlaut góða dóma þegar hún kom út og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Boyz n the Hood er svarið. Kúba Gooding Jr. fór með aðalhlutverkið. Kvikmyndin Don´t be a Menace gerði óspart grín að henni.

4. Leikari einn sem þekktastur er fyrir þær myndir sem hann lék í sem barn og unglingur, þar sem hann lék m.a. vandræða barn/ungling og vel efnaðan ungan pilt. Eftir það fór ferill hans að hraka og hefur hann skapað sér orðspor fyrir sukk og svínerí. Þó erum við ekki að spyrja um þennan tiltekna leikara heldur eitt systkini sem er aðeins minna þekktur en hefur m.a. leikið í mynd sem fjallar um tvo drengi sem eiga sér ekkert sameiginlegt en verða miklir vinir og með þeim myndast einstakt samband. Spurt er hver er leikarinn og hver er seinast nefnda myndin.

Allir þekkja Macaulay Culkin og stjörnuhrap hans. Bróðir hans, Kieran Culkin, á líka feril í leiklist og myndin sem spurt var um heitir The Mighty.

5. Íslensk mynd sem kom út fyrir nokkrum árum fjallar um allt það sem þú vissir ekki um unglinga og vildir ekki vita. Hver er myndin?

Gemsar heitir hún.

6. Leikari einn hefur m.a. leikið í mynd um ungan dreng sem lifir tvöföldu lífi og lendir í mikilli klemmu þegar hann er valinn til þess að vingast við stúlku eina til að komast að föður hennar þar sem að faðirinn hefur fundið upp tæki sem varða þjóðaröryggi. Leikari þessi er samt þekktastur fyrir að leika þáttaröð einni sem ætti að vera Íslendingum vel kunnug. Hver er leikarinn og hver er umrædd mynd?

Mr. Malcolm in the Middle, Frankie Muniz, er svarið og myndin er Agent Cody Banks.

7. Spurt er um ártal. Á þessu ári komu meðal annarra út mynd um frægasta glæpapar Bandaríkjanna, mynd með Dustin Hoffman í persónulegum erfiðleikum og tvær myndir um njósnara hennar hátignar. Hvaða ár er þetta?

Myndirnar eru Bonnie and Clyde, The Graduate og Bond-myndirnar You Only live Twice og Casino Royale.

8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-2-1.jpg

Þetta er úr mynd sem heitir Run Lola Run. Mæli með því að fólk fari og fái hana á 750 k. í Elko.

9.Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-1-1.jpg

Frekar erfið þessi, myndin er ítölsk, frá árinu 1948 og heitir Bicycle Thieves.

10. Hvaða verðlaun eru þetta og fyrir hvað eru þau gefin? http://i136.photobucket.com/albums/q195/aronbk/bla.jpg

Hér gefur að líta Hindberjaverðlaunin svokölluðu, Golden Raspberry, eða Razzies.