Belgíska dagblaðið “Het Nieuwsblad” staðhæfir í dag að uppfinningamaðurinn Guillaume
Defosse hafið fundið aðferð til þess að þjappa DVD-myndum á mjög róttækan hátt. Tæknin
kallast Defosse Digital System (DDS) og gerir mögulegt að þjappa 20 DVD-kvikmyndum á einn
geisladisk án þess að það bitni á gæðunum. Ekki er upplýst um tæknilegar forsendur þessara
galdra en á spjallþráðum á Netinu þar sem tæknimenn tala saman hafa menn miklar efasemdir
um það að tæknin séu í raun og veru fyrir hendi.


yello