Lethal Weapon (1987)
Franco Zeffirelli leikstjóri Hamlet bauð Mel Gibson(Riggs) hlutverk Hamlet eftir að hafa séð sjálfsmorðstilraunina hans í þessari mynd.
Danny Glover (Murtaugh) var í raun 40 ára þegar myndin var tekin upp en persóna hans fagnar 50 ára afmæli sínu í byrjuninni.
Áhættuleikarinn Dar Robinson sem vann við myndina lést í bifhjólaslysi skömmu síðar. Þessi mynd er tileinkuð minningu hans.
Stjórnvöld Hollywood létu hengja jólaskraut borgarinnar upp nokkrum mánuðum fyrr til að auðvelda tökur á myndinni.
Byrjunaratriði Riggs var upphaflega þannig að Riggs var rændur á bar en yfirbugaði ræningjanna mjög auðveldlega og er svo vísað út. Leikstjóri myndarinnar Richard Donner fannst að það þyrfti að hafa atriði sem sýndi betur eymd Riggs.
Endaatriðið var upphaflega þannig að Murtaugh sagði Riggs að hann ætli að fara á eftirlaun en Riggs telur honum hughvarf. Donner fannst að það væri betra fyrir mynd númer 2.
26 deyja í myndinni.
Bruce Willis kom til greina í hlutverk Riggs.
Gary Busey sagði að hann hafði unnið hlutverk Joshua þar sem hann var eini leikarinn sem kom til greina sem hafði nægilegan líkamsburð til að líta út sem ofjarl Mel Gibson.
Jackie Swanson (Amanda Hunsaker) framkvæmdi sjálfmorðstökkið sitt sjálf eftir stífa þjálfun hjá Dar Robinson.
Leonard Nimoy kom til grein til að leikstýra myndinni.
Lethal Weapon 2 (1989)
Jack McGee leikur í myndinni smið sem heitir sama nafni og hann.
Í skotárásinni á Riggs sjáum við “Hero” rakspíra springa. Í fyrsta skipti sem við sjáum Riggs í hjólhýsinu sínu er auglýsing fyrir “Hero” rakspíra í sjónvarpinu.
Meðan að Leo er að þrífa hjólhýsið hans Riggs heyrist lagið “I’m Not Scared” með hinni stuttlífu bresku popphljómsveit “Eight Wonder” sem Patsy Kensit (Rika Van Dan Haas) var söngkona í.
Atriðið þar sem Riggs rífur húsið niður kostaði hálfa milljón dollara að gera.
Riggs átti að deyja á bátnum en ákveðið var að láta hann lifa til að styrkja ímynd persónunnar.
Upphaflegur endir var þakkargjörðarmatur hjá Murtaugh þar sem Riggs og Rika Van Dan Haas voru gestir en eftir að Donner ákvað að láta Riku deyja var atriðinu sleppt.
33 deyja í myndinni (mest mannfall af LW-myndunum).
Leo Getz átti að vera mjög yfirvegaður og rólegur karakter en Joe Pesci (Leo) leyst betur á að leika hann sem ofur-ákveðinn karakter og eftir að hann spann upp “okay-okay-okay” setninguna elskaði Donner hugmyndina og leyfði Pesci að hafa það þannig.
Riggs tekur öxlina sína úr lið til að vinna veðmál í þessari mynd. Þetta átti eftir að verða endurtekinn atburður því öxlin fer úr lið bæði í LW 3 og 4.
Lethal Weapon 3 (1992)
Richard Donner er dýraverndunarsinni og sést það á mörgum stöðum í myndinni m.a. á bolum dætra Murtaugh, loðfelds mótmæli á stórum trukki og límmiði á skáp á lögreglustöðinni. Donner gerði það sama í “Conspiracy Theory”.
Riggs og Murtaugh keyra fram hjá bíói sem auglýsir myndina “Radio Flyer” einnig leikstýrð af Donner.
Riggs étur hundakex í myndinni til að hætta að reykja. Í Mad Max 2 étur hann dós af hundamat til að lifa af.
Það er aukasena eftir credit-listann.
Konan sem ekur brynvarða bílnum kallar sig “Road Warrior”. Road Warrior var einnig gælunafn Mad Max sem að var hlutverkið sem gerði Mel Gibson frægan.
Borgarstjóri Orlando leikur lögreglumanninn sem segir “Bravó” við Riggs og Murtaugh eftir að þeir sprengja húsið í byrjunaratriðinu.
Byggingarsvæðið í myndinni var ekki byggt fyrir myndina heldur var þetta alvöru byggingarsvæði þar sem byggingarvertakar urðu blankir svo ekki var hægt að halda vinnu áfram.
Þegar að Riggs og Lorna eru að bera saman ör má sjá nokkur mjög kunnuleg ör á Riggs sem hann hlaut í LW 2. Þ.á.m. stungusárið á fætinum og skotsárin í gegnum lungað.
Bátur Murtaugh er kallaður “code 7” en code 7 er dulmál lögreglu Los Angeles fyrir matartíma.
Gerð voru þrívíddarskilti fyrir bíóandyri þar sem Riggs og Murtaugh snúa bökum saman og Leo Getz hoppar og skoppar fyrir aftan þá.
Þegar byggingin springur í byrjuninni má heyra öskur í bakgrunni sem er það sama og heyrist frá King Kong í samnefndri kvikmynd.
17 deyja í myndinni.
Lethal Weapon 4 (1994)
Fyrsta skipti sem Jet Li (Wah Sing Su) lék illmenni.
Kim Chan (Uncle Benny) lék einnig bófa sem hét Uncle Benny í “The Corruptor”.
Börn Murtaugh eru leikin af sömu leikurunum í öllum myndunum.
8 leikarar léku (sömu persónuna) í öllum fjórum myndunum Danny Glover (Roger Murtaugh), Mel Gibson (Martin Riggs), Darlene Love (Trish Murtaugh), Traci Wolfe (Rianne Murtaugh), Damon Hines (Nick Murtaugh), Ebonie Smith (Carrie Murtaugh), Steve Kahan (Murphy lögreglustjóri) og Mary Ellen Trainor (Dr.Woods sálfræðingur).
Jackie Chan var boðið hlutverk Wah Sing Su en hann leikur aldrei illmenni svo hann hafnaði því.
Jet Li/Wah Sing Su rífur í sundur Berettu 92 í myndinni en gallinn er að það er ekki hægt að taka efri hlutann af byssunni nema ýta á takka á haldinu sem Li gerir ekki.
Richard Donner bað Jet Li að hægja aðeins á bardaga atriðunum sínum því að ljósopið í myndavélinn fangaði ekki hröðu hreyfingarnar hans.
Murtaugh segir “I’m too old for this shit” í öllum 4 myndunum.
Bílaeltingaleikurinn við Kínverjana var tekinn upp í Las Vegas því það var eini staðuinn þar sem fengu leyfi til að nota hraðbraut undir svona læti.
Það var ennþá verið að skrifa endirinn á meðan að tökur voru í gangi.
Paul Tuerpe leikur lítið hlutverk í öllum 4 myndunum. Í þessari lék hann aðstoðarþyrluflugmann.
30 deyja í myndinni.
Heimildir: www.imdb.com