Nú keppast Hollywoodverin við að koma með endurgerðir á markaðinn. Sumar endurgerðir hafa heppnast og aðrar ekki. Nú er í bígerð endurgerð myndarinnar Solaris frá 1971 sem var leikstýrð af Andrei Tarkovsky. Sá sem ætlar að leikstýra þessari endurgerð er Steven Soderbergh(Traffic,Out of Sight). Þess má einnig geta að James nokkur Cameron ætlar að framleiða þessa mynd í samvinnu við 20th Century Fox.
Ég hef ekki séð þessa mynd frá 1971 en hún var víst ekkert neitt rosalega góð sökum þess að tæknin var ekki nógu góð á þeim tíma til að höndla söguþráð myndarinnar. Nú á að reyna aftur með talsvert betri tækni og betri leikstjóra.
Solaris er byggð á samnefndri bók eftir pólska sci-fi höfundinn Stanislaw Lem og hefur bókinni verið lýst sem tímamótaverki í vísindaskáldskap.
Sálfræðingur er sendur til geimstöðvar sem er hringsólar í kringum plánetuna Solaris, sem er “sjávarpláneta” (ef þannig má að orði komast) hún er þakin sjó. Þegar sálfræðingurinn er kominn til stöðvarinnar uppgötvar hann að áhöfnin hefur orðið fyrir einhvers konar áfalli sem enginn vill tjá sig um. Einn meðlimur áhafnarinnar hefur framið sjálfsvíg og hinir hegða sér undarlega. Þeir hafa séð ofsjónir og treysta ekki hvort öðru. Sálfræðingurinn fer að gruna að það sé eiithvað frá sjávarplánetunni sem veldur þessari geðveiki í áhöfninni. Myndin hljómar mjög greinilega svipað og Sphere en hún á einnig ýmislegt sameiginlegt með Event Horizon. Soderbergh skrifaði handritið sjálfur og sagði hann sjálfur “Þetta er það fyrsta sem mig langaði til að skrifa sjálfur í langan tíma ég var að vinna að öðru handriti en ég lagði það til hliðar þegar ég byrjaði á Solaris”. Það er einnig komið á hreint að George Clonney ætlar að leika í myndinni( það verður þá þriðja myndin sem hann gerir með Soderbergh).
Myndin ætti að koma einhvern tímann seint á næsta ári ef allt gengur að óskum. Ég er að spá í að reyna að finna þessa bók fyrst og kíkja á hana áður en ég sé myndina er það ekki annars alltaf skemmtilegast.
-cactuz