Spike Jonze er 32 ára gamall, hann er ungur og upprennandi leikari og leikstjóri. Hann hefur leikið og leikstýrt “Being John Malkovich” sem er frábær og umfram allt fyrsta myndin hans í fullri lengd. Hann hefur einnig leikið í “The Game” og “Three Kings”. Næsta verkefni hans er myndin “Adaptation” með Nicolas Cage, Meryl Streep, Chris Cooper og John Cusack. Ég veit, ég veit, MERYL STREEP. Hún hefur ekki leikið í í “neinni” góðri mynd en það er allt í lagi að gefa henni smá séns. Nicolas Cage hefur leikið í einum af vinsælustu myndum síðari ára en má þar helst nefna “Leaving Las Vegas” þar sem hann fór heldur betur á kostum. Chris Cooper er mjög fágaður leikari og má nefna myndir eins og American Beauty þar sem hann lék hommann sem (SPOILER) drap Kevin Spacey. John Cusack, er eins og “flestir” vita, einn af bestu leikurunum í dag og hefur hann varla stigið “feil”spor um ævina.

Þetta er sannsöguleg mynd um handritshöfundinn Charlie Kaufman (Cage) sem er að reyna að skrifa handrit af bíómynd eftir bókinni “The Orcid Thief” eftir Susan Orlean (Streep) og er bókin um John Laroche (Cooper). Laroche er maður sem klónar sjaldgæfa brönugrös og er bókin um hans ævi og starfsemi. Við fylgjumst með Kaufman reyna að strögglast að færa þessa bók yfir í gott handrit og svo yfir á hvíta tjaldið. Þessi mynd er/verður háalvarleg grínmynd með skemmtilegum blæ. Það er ekki komið endanleg frumsýningardagur í Bandaríkjunum en það verður allavegan einhvern tíma á næsta ári.

Takk fyrir!

goldy