Behind Enemy Lines er nýjast og jafnramt fyrsta mynd leiksjórans John Moore. Það bíða margir spenntir eftir þessari mynd sérstaklega út af því að það er búið að sýna hana nokkrum sinnum á svokölluðum “prufu”frumsýningum í Bandaríkjunum og hafa áhorfendur líkaða hana alla svakalega mikið. Það er búið að stytta biðtíma manna á þessari mynd, hún átti að vera frumsýnd 12. janúar 2002 en hefur dagsetningunni verið færð til 30. nóvember 2001, svo að hún kemur beint í myndajólaflóðið svokallaða.

BEL (Behind Enemey Lines) hafa á að skipa tveimur þekktum leikurum, þeim Owen Wilson (The Cable Guy, Anaconda, Armageddon, Permanent Midnight, Rushmore, Breakfast of Champions, The Haunting, Shanghai Noon, Meet the Parents og Zoolander) og hinum frábæra Gene Hackman. Það er bara eitt sem angrar mig út af þessari mynd og það er að Owen Wilson er HRÆÐILEGUR leikari og hefur hann bara leikið í lélegum myndum og svo er eitt annað og það er að þetta er fyrsta mynd leikstjórans.

Ég hef samt engar áhyggjar af því heldur ætla ég bara að sjá þessa mynd með bros á vör og vona það besta. BEL á að gerast í ókominni framtíð (milli 2002 og 2010) og fjallar hún um orystuflugmann (Owen Wilson) sem er tekinn og menn þora ekki að bjarga honum uns Gene Hackman kemur til skjalana og vill bjarga honum fyrir jólin. Hallærislegur söguþráður en ég er búinn að sjá trailerinn og lofar hann mjög góðu. Nú er bara bíða og sjá. Erhaki?

goldy