28 Weeks Later, sjálfstætt framhald af hinni frábæru 28 Days Later..
Hryllingur/Splatter/Drama/Spenna/Sci-Fi
í stuttu máli átakanleg mynd um mannleg viðbrögð við komandi heimsendi þegar vírus sem gerir fólk brjálað gengur laus í London.
Leikstjóri: Juan Carlos Fresnadillo
Handrit: Rowan Joffe, Juan Carlos Fresnadillo, Jesús Olmo, Enrique López Lavigne
Aðalleikarar: Robert Carlyle (Trainspotting, Hitler Rise of Evil, The 51'st State, The Full Monty) Rose Byrne (Troy, Sunshine, Casanova) Jeremy Renner (A Little Trip to Heaven, North Country, S.W.A.T.)Mackintosh Muggleton og Imogen Poots (V for Vendetta)
Myndin byrjar á svipuðum tíma og 28 days later, þar sem Don (Carlyle) og kona hans Alice (Catherine McCormack) eru föst á litlu sveitabýli á Englandi með nokkrum hræðum þegar ráðist er á þau af sýktu fólki og Don einn sleppur úr þeim hremmingum. 28 vikum eftir að vírusinn kom fyrst í snertingu við menn er síðan reynt að endurbyggja England með að flytja 15.000 manns til London á einangrað svæði undir gæslu bandaríska hersins. En Vírusinn er ekki horfinn eins og fólk hélt og helvíti brýst út á ný og breiðist gífulega hratt.
Margir héldu að Fresnadillo væri ekki þess verðugur að taka að sér þetta verkefni enda var Danny Boyle (Sunshine, The Beach, Trainspotting) búinn að gera 28 Days Later að einni bestu sci-fi/thriller mynd sem gerð hefur verið. En Fresnadillo sýnir hér heldur betur meistaratakta í leikstjórn og tekur framúr forvera sínum á næstum því allan hátt. Myndin er meira spennandi, átakanlegri, flottari, hryllilegri og blóðugri en 28 days later var og ganga margir það langt að kalla þetta bestu zombie/thriller mynd allra tíma, og er ég ekki langt frá því að vera sammála því. Myndatakan er frábær og klippingin er eins og hún var í 28 days later stórkostleg. Það eina sem er hægt að setja útá eru tilviljunarkenndar klysjur sem reyndar eru bættar með því að keyra myndina á fullu og leyfa fólki ekki að hugsa um það fyrr en eftir myndina, sem er viss hæfileiki við leikstjórn sem maður ætti að sjá mun oftar og gerir myndina mun meira spennandi.
Robert Carlyle sýnir í 28 Weeks Later að hann er einn hæfileikaríkasti leikari heims í dag því það sem hann gefur hlutverki sínu gerir myndina að því sem hún er. Aðrir leikarar standa sig mjög vel í sýnu hlutverki, meira að segja kanarnir gera vel og er það sjaldséð nú til dags vegna föðurlandsástar og klysna. Byrjunaratriði myndarinnar er eitt besta sem ég hef séð í kvikmynd og ég hef séð þær margar úr öllum flokkum kvikmynda og ætla ég að ganga svo langt að segja þetta best leikna og mannlegasta, bæði í leik og handriti, byrjunaratriði sem ég hef séð í kvikmynd.
Myndin er mikið fyrir augað og er keyrð á fullri ferð og ekkert stopp en ég tek það fram að hún er ALLS EKKI fyrir viðkvæmar sálir og börn. Svakalega ljót mynd og ég bið bara foreldra um að halda börnum sínum frá þessari mynd.
sem hryllings/sci-fi/thriller mynd fær hún fullt hús stiga 10/10
sem kvikmynd fyrir hinn almenna borgara sem dæmir myndir frá frammistöðu leikstjóra, leikara, handriti, klippingu o.s.frv þá fær myndin 8.5/10
IMDB linkur: http://imdb.com/title/tt0463854/
Rotten Tomatoes linkur: http://www.rottentomatoes.com/m/28_weeks_later/
Trailerar:
http://topp5.is/?sida=biobrot&id=506
http://bio.is/index.aspx?GroupId=43&TrailerId=254
Gagnrýni frá frægum aðilum:
“Furious scenes of mass hysteria and vicious slaughter”
The Express
“Gruesome fairy tale”
“High-tech style of action flick”
“Robert Carlyle takes to his part of the flesh-eating father as a vampire does to haemoglobin”
Daily Mail
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA