Nýjasta mynd Coen bræðra mun að öllum líkindum heita “Intolerable Cruelty”. Þeir Coen bræður (Joel Coen og Ethan Coen) hafa leikstýrt urmull af frábærum og ógleymanlegum myndum og má þar nefna; “Blood Simple” (Frances McDormand),
“Raising Arizona” (frábær grínmynd með Nicolas Cage), “Fargo” (yndislega kvikindisleg mynd með William H. Macy, Frances McDormand og Steve Buscemi), “The Big Lebowski” (tvímælalaust besta myndin þeirra sem skartar t.d. John Goodman, Julian Moore og Jeff Bridges), “O Brother Where Art Thou?” (með George Clooney) og svo loks “The Men Who Wasn´t There” (með Billy Bob Thornton, James Gondolfini og Frances McDormand). Ég hef séð allar þessar myndir fyrir utan seinustu. Þetta eru allar heimsklassamyndir og ég bíð spenntur eftir þeirri nýjustu.



Sú mun vera dökk rómantísk gamanmynd og mun hún skarta hvorki meira né minni en George Clooney, Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones. Mun hún fjalla um skilnaðarlögfræðing sem er svo fær í starfi sínu, að hann nær að koma í veg fyrir að kona manns eins fái nokkuð út úr skilnaðinum þrátt fyrir að hún hafi komið að honum í rúminu með annarri konu. Eiginkonan reiðist lögfræðingnum svo mjög, að hún finnur upp leið til að losa hann við allar hans eigur og láta hann finna hvernig það er, en málið flækist þegar ástin tekur völdin milli þeirra tveggja. Þetta er mjög skrítinn og áhugaverður söguþráður og bíð ég spenntur eftir þessari.


goldy