Af Hillunni: Memento 3 Disc Ekki fyrir svo löngu skellti ég mér í Bt og varað leyta að einhverju góði glápi, hellst eithvað sem ég hafði séð áður en ekki með of miklu millibili. margar raðir af dvd diskum en ekkert sem virtist vera neitt sérstakt. Er ég var að gefast upp sá ég loksins eithvað ódýrt og þess virði að kaupa:Memento
3 Disc.
myndin er vel þekkt enda á topp 250 listanum(IMDB) og ekki aðeins á honum heldur á topp 25.

Myndin fjallar um Leonard Shelby og hanns áráttu um að finna morðingja eiginkonu sinnar, ekki er það nógu auðvellt því hann getur ekki búið til nýjar minningar eftir kvöldið sem eginkona hanns var myrt.
Fólk vill auðvitað nýta sér þann eiginleika að geta misnotað minnisleysi hanns og nú verður hann að finna morðingjan auk þess að gæta sín hverjum á að treysa.

DVD hulstrið er mjög þægilegt og er ekki eitt af þessum hulstrum sem geta brotið diskana eða valdið sprungum, heldur er þetta einungis henntugt plast sem tekur vel við disknum þegar maður setur hann á sinn stað.

Það eru tveir troðfullir diskar af aukaefni, sá inniheldur ekki alveg jafn mikið af aukaefni og sá seinni. Áþessum diskum er að finna:

* Gerð myndarinnar.
* Öll smásagan sem myndin er buggð á(lesin af höfundnum).
* Allskonar myndagallerý.
* Allt handritið og er flett á meðan myndin er í gangi.
* Bíóbrot myndarinnar.
* Öll húðflúrin.
* Dagbók.
* Viðtöl við leikara og leikstjóra.
* Commentary leikstjórans með þrem mismunandi Endi.
* “Easter Egg” - Myndin í réttri röð.


Myndin er frábær og er kvikmyndatakan virkilega listræn. Fáir en þó góðir leikarar príða myndina vel og röð atriða myndarinnar gerir hana mjög einstaka. Og ekki má hve margar spurningar Memento
vekur upp eftir hver einasta áhorf.
Mikið er af aukaefni og er það mjög fræðandi og gefur meiri innsýn í myndina. Ekki er ég alveg ánægður samt með “Easter Egg-ið” þar sem það er aðeins myndin í réttri tímaröð, það gerir hana frekar leiðinlega og ekki mjög einstaka.

Ég mæli sterklega með þessu setti þar sem ég fékk það á 1800 Kr og var það algjörlega þess virði.

Einkunn mín á þessari útgáfu er *****/*****
Takk fyrir mig.(og afsakið Stafsetningar/uppsetningar villur)
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.