Nafnið gefur til kynna að þetta sé útgáfa af myndinni sem bætt hefur verið einhverjum slatta af atriðum í þeirri von um að bæta myndina, og það heppnast í þessari útgáfu.
Hvað bætt og hverju er breytt?
Bæst hefur:
* í afmælisveisluna.
* Lói í bíl “bófanna” eftir að hafa stöðvað þá.
* CB talstöðin.
* Meira af slagsmálum bæði á byggingunni og á Lestinni.
* MJ að versla.
* JJ í búning Lóa.
Hverju hefur verið breytt:
* Atriðið í lyftunni.
Myndin er aðeins betri og aðeins eitt af þessum atriðum er algjörlega óþarfi(lói í bílnum). Harry er ekki jafn brjálaður og hann virtist áður fyrr þökk sé lengda atriðinu í afmælisveislunni. Þegar Peter fer í íbúðina er bætt við í atriðið að það sé CB talstöð sem útskýrir hvernig hann veit að eithvað slæmt sé að gerast, einnig sýnir það hve mikil byrgði þetta allt er fyrir hann aumingja Pete.
Búið er að lengja slagsmálin milli Doc-Ock og lóa,
þegar þeir eru a slást á byggingunni þá skellast þeir svo fast við einn glugga að þeir brjóta hann og halda áfram að slást þar í stutta stund. Og þegar þeir eru að slást á lestinni hefur verið bætt aðeins líka.
ætla nú ekkert að fara út í það þegar MJ er að versla annað en það að atriðið bætir líka álit okkar á henni. Þegar JJ klæðis búning Lóa er það fyndið en það hefði verið fyndara ef hann hefði ekki verið í svona góðu formi. Atriðið í lyftunni er eitt af uppáhaldsatriðum mínum og er það nú orðið betra því Hal Sparks(gaurinn í lyftunni) fær hér tækifæri á að sýna hve hæfileikaríkur hann er enda er hann leikari og grínisti.
Myndin er átta mínutum lengri og ég svo er seinni diskurinn fullur af aukaefni þó hann sé aðallega “promotion diskur” fyrir þrjiðju myndina. Þessi útgáfa af Spider-Man 2 er fáanleg í Nexus á 2000 kall.
Einkunn mín á þessari útgáfu er ****/*****
Takk fyrir mig.(og afsakið Stafsetningar/uppsetningar villur)
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.