Eins og mjög glöggir hugarar hafa e.t.v. tekið eftir skrifaði ég alls ekki fyrir löngu ( nánar tiltekið 9.okt ) frekar stutta grein um Training Day. Já, nú er ég búin að sjá fyrrnefnda mynd, og hér fyrir neðan mun ég gagnrýna myndina.
Training Day fjallar í stuttu máli um nýliðalögguna Jake Hoyt ( Ethan Hawke ) sem fær tækifæri til að sanna sig í fíknó. Hann hefur aðeins einn dag til þess að sanna sig, og mun hinn margreyndi Alonzo Harris ( Denzel Whasington ) ákveða hvort Hoyt fái starfið. Já nú fær hann Hoyt að sýna hvað í sér býr, en hann á ekki hugmynd um hvað hann mun ganga í gegnum þennan dag.
Fyrst vil ég byrja á því að hæla Whasington fyrir TILÞRIF í sínu hlutverki! Ég hef aldrei séð hann svona góðan, vá. Aldrei hélt ég að hann mundi leika svona karakter á sinnri ævi. Einnig þarf ég að minnast á Ethan Hawke sem var einnig mjög góður sem rúkkí-inn. Síðan birtust mörg önnur þekkt andlit þarna svo, og var ég alveg gáttaður á Macy Grey, en hún var helvíti kúl í sínu littla hlutverki. Alls í alls var myndin mjög vel leikin og ekkert þar sem ég hef á móti. Handritið var nokkuð gott og mér fannst myndin ekkert fyrirsjáanleg. Leikstjóri myndarinnar er lítt þekktur, en hann heitr víst Antoine Fuqua. Training Day er ein besta mynd sem ég hef séð í marga mánuði, og nú er bara málið að skell sér í bói.
FRÁBÆR MYND!!!!!!!!