Ég veit að allir eru þreyttir á því að lesa langar greinar og þær eru allar þær nákvæmlega sömu, það sem ég ætla að gera er að fókusa á vondu kallana.

Þrír óvinir eru einu of mikið fyrir Spiderman mynd. Hinar tvær hafa bara einn óvin og það heppnast langt best. Það fær maður langa og góða kynningu á óvininum og skemmtilega sögu um Spideman sjálfan. Þessi mynd hinsvegar hefur lítið af öllu (Vandamál Peter´s, krafta Spider´s, Sandman, Venom, New Goblin…. Þetta er einu OF MIKIÐ!

Byrjum á Sandman…
Hann tengist nokkurnveginn fyrstu myndinni en ég segi auðvitað ekki hvernig því það gæti skemmt fyrir. Maður sér nokkurnveginn aðstæður hans í veruleikanum, hann er ekkert einhvern rosalegur bófi bara óheppinn smákrimmi. Maður fær ágætlega lang intro á honum en margt í t.d atriðinu sem hann breytist þarf maður að giska á. Svo seinni partinn er hann algjörlega tilgangslaus í myndinni.. Það er sýnt svo ofboðslega lítið af honum.

New Goblin…
Hér hefur maður gott og langt intro (ef fyrstu tvær myndirnar eru tekna sem intro) fyrir þennan karakter, allir þekkja hann sem Harry Osborne vin Peter´s en svo breytist hann í brosmildan “sækópað”, hann er eiginlega eini karakterinn sem er sýnt nógu mikið af. Allir kaflar hans í myndinni eru mjög skemmtilegir og spennandi. Hér eru nánast engir gallar en auðvita eitthverjir sem gætu skemmt fyrir myndina

og loksins Venom…
Eddie Brock fær ágæta kynningu í byrjun og miðju myndarinnar, en sumt er nokkuð asnalegt (biðja til Guðs um að drepa gaur..meikar ekkert fucking scenes). LOKSINS þegar hann breytist í Venom og er að hlakka til að sjá smettið á honum vel og vandlega… En maður gæti allt eins horf á trailerinn með Venom-i.. Hann sést nánast aldrei í nærmynd og þegar hann er í nærmynd “tekur hann grímuna af sér” þegar hann talar. Maður sér bara svartan bolta skoppandi á skjánum svo er hann allt of stutt í myndinni (15mín!).

ATH: Það stendur neðar á síðunni þar sem spoilerar enda (getið skrollað þangað til þið sjáið margar stjörnur)

*SPOILERS*











Venom…þegar Spæder kastar sprengjunni til hans… Ef hann kemur ekki í SM4 (eini óvinurinn!) þá verð ég fkn reiður því þetta var svo silly og stuttur dauði (Venom is hard to kill) en neiii kastar sprengju og kaboom (vonandi ekki) dauður..



















*************SPOILER ENDAR HÉR***************

Yfir allt fannst mér of mikið að hafa 3 óvini plús Peter´s eigin vandamál. Ef þeir hefðu sleppt Sandman og látið Brock breytast hálftíma fyrr yrði þetta töff mynd.
Spliff, Donk og Gengja á aðeins 9999 krónur!