Brother, sem gerð var í fyrra er hreint útsagt mögnuð!
Hún fjallar um einhvernskonar Yakuza gangzter, sem kemur til bandaríkjanna í þeim tilgangi að finna hálfbróður sinn ( og út af því að tilvist hans í heimalandi sínu var ekki vinsæl ). Síðan kemur í ljós að bróðir hans sé í sambandi við skuggalega sórlaxa, í undirheimunum. Já, honum vini okkar finnst greinilega ekki nóg að hafa einhverja gangztera í heimalandi sínu á eftir sér, nei nei auðvitað ekki, hann vill greinilega kljást við fleiri gaura í usa. Hann, bróðir sinn og nokkrir vinir hans byrja smám saman að breytast í nokkurskonar stórlaxa í undirheimunum, með því að losa sig við alla samkeppnina, en allt í heiminum er fallvalt. Það er nú engin tilviljun að þessi mynd skuli vera bönnuð innan seXtán ára, börnin góð. Í þessari mynd getið þið séð:Fólk skera puttana af sér, fólk að aflima sig á marga vegu með hnífum, slatta af byssum, blóði og blótsyrðum. Myndin hefur einstakan blag yfir sér, óvenjuleg tónlist ( hugsið Final Fantasy ), blönduð við ofbeldi, langar þagnir og langar tökur. Brother er nokkurn veginn japönsk/amerísk, en ég vil með glöðu geði viðurkenna að ég sá lítinn, svo sem engan hollywood brag yfir henni, sem er góður hlutur. Eini þekkti aðalleikarinn er líklega Omar Epps, en annars eru þetta allt óþekktir japanskir leikarar ( þó ég kannist við nokkra ). Ef þið eruð að leita að óvenjulegri mynd á spólu, þá get ég fyllilega mælt með þessari.
Ég skil helvítis japönsku fíflið þitt!