Casino Ef þú hefur ekki séð Casino skaltu hætta að gera hvað sem þú ert að gera og nálgast hana því þessi mynd er algjör snilld, en hún fjallar aðalega um spilavíti(eins og nafnið bendir til) og Ace(Robert Deniro). Ace vill helst halda sig frá öllum ólöglegum viðskiptum en á erfitt með það. Það verður betra því vinur Ace, Nicky, er ólmur í að græða pening þarna í Vegas og auðvitað á ólöglegan hátt:)

Aðal plottið í myndinni er um Ace að reka spilavíti og reyna að halda sig frá löggunni, og auðvitað kemur kelling(Sharon Stone) upp á milli Ace og Nicky. Þessi mynd er mjög góð og skartar ýmsa ágæta leikara s.s.

Robert De Niro sem Sam ‘Ace’ Rothstein
Sharon Stone sem Ginger McKenna-Rothstein
Joe Pesci sem Nicholas ‘Nicky’ Santoro Sr.
James Woods sem Lester Diamond
Don Rickles sem Billy Sherbert
Alan King sem Andy Stone
Kevin Pollak sem Phillip Green
L.Q. Jones sem Commisioner Pat Webb
Dick Smothers sem Senator
Frank Vincent sem Frank Marino
John I. Bloom sem Don Ward
Pasquale Cajano sem Boss Remo Gaggi
Melissa Prophet sem Jennifer Santoro
Bill Allison sem John Nance
Vinny Vella sem Artie Piscano

Það má segja að þessi mynd fjallar aðalega um græðgi, peninga, völd og eina kellingu sem þvælist fyrir öllum.