White Jazz LA CONFIDENTIAL 2

Já, nú á víst að fara að gera framhald af hinni frábæru
LA Confidential sem skartaði þeim Russel Crowe ( Gladiator, The Insider ), Kevin Spacey ( American Beauty, The Usual Suspects )og
Guy Pearce ( Memento ), Kim Basinger ( Batman ), Danny DeVito ( Batman Returns ) og mörgum öðrum. Mun framhaldið líklega heita White Jazz og er að svo ég haldi skrifuð af James Elroy sem einnig skrifaði L.A. Confidential. Það er víst búið að ráða í aðalhlutverkin og munu þeir Nick Nolte ( Thin Red Line ) og John Cusack ( High Fedility ) vera þar fremstir í flokki. Myndin mun fjalla um lögreglufulltrúann Dave Klein sem er gerður að blóraböggli þegar sögusagnir um spillingu í lögreglunni leka út til fjölmiðlanna. Robert Richardson ( sem hefur gefið af sér gott orð sem kvikmyndatökumaður ) mun leikstýra , en meðal mynda sem hann hefur unnið við eru: JFK, Bringin Out the Dead
og Casino. En þessi mynd mun verða leikstjórafrumraun hans.

En nú ætla ég aðeins að láta álit mitt á L.A. Confidential í ljós. Þessi frábæra spennu/sakamálamynd sem gerð var árið 1997 er hreint útsagt stórkostleg. Hún var víst tilnefnd til níu óskarsverðlauna, og hlaut þó aðeins tvenn ( fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, Kim Basinger, og besta handrit á áður útgefnu efni ). Handritið er frábært ( enda vann það nú óskarsverðlaun ), og ekki er leikurinn síðri. Að mínu mati ein besta mynd 1997, og ef þið kæru lesendur hafið ekki séð fyrrnefnda mynd, eru þið skyldugi til þess að launa myndinni tvo tíma úr lífi ykkar. Og nú skulum við bara vona að White Jazz verði jafngóð, eða bara ekki betri.