
hann er, endar í litlum bæ í Kaliforníu. Og þrátt fyrir að hafa misst vinnu og öll sín kennimerki finnur hann nýtt hugrekki, ást og sannfæringarkraft í hjarta smábæjarlífsins. Brátt er hann þó fundinn af Kommúnista-höturunum og látinn votta fyrir Öldungaráði.
Myndinni er leikstýrt af Frank Darabont, leikstjóra The Shawshank Redemption og The Green Mile. Hún verður forsýnd 21. des. í Bandaríkjunum.
Svolítið auka um Jim Carrey:
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Næsta mynd Carreys á eftir þessari er mynd frá leikstjóra og handritshöfundi Pleasentville, Gary Ross. Tökur munu hefjast í mars á næsta ári og á hún að sjá dagsins ljós í desember sama ár. Þetta er grínmynd sem hefur ekki enn hlotið nafn. Þar leikur Carrey mann sem hefur misst konu sína fyrir nokkru og hefur nú bullandi áhuga á miklu yngri konu. Eina vandamálið er að fyrrverandi kona hans hefur nú ákveðið að ganga aftur og ásækja hann. Gary segist bera mikla virðingu fyrir Carrey og að þetta handrit hafi eingöngu verið skrifað fyrir hann.