Novocaine heitir nýjasta mynd Steve Martins. En auk hans leika Helena Bonham Carter og Laura Dern stór hlutverk í myndinni. Myndin verður frumsýnd 16. nóv. í USA en hefur hún fengið rosalega misjafna dóma af þeim sem hafa þegar séð hana. Hún er annaðhvort talin vera snilld eða flopp. Söguþráðurinn á að vera rosa flókið plot og hafa sumir líkt myndinni við Memento. Við verðum bara að bíða og sjá.
Söguþráðurinn er á þennan veg: Frank Sangster (Martin) er tannlæknir sem blómstrar í sínu starfi. Líf hans er reglubundið og gott. En allt breytist þetta þegar einn daginn gengur inn í stofu hans hin gullfallega og villta Susan Ivy (Carter). Hann er nú ekki aðeins dreginn inn í heim eiturlyfja og glæpa, heldur svíkur hann unnustu sína og er sterklega grunaður um morð.
Ég ber mikla virðingu fyrir Steve Martin sem leikara. Og er hann minn uppáhaldsgrínleikari. Hérna tekst hann á við alvarlegt og dramatískt hlutverk og hefur hann leyst það vel af hendi að margra áliti.