Sá flotti! Alan Rickman
Það þekkja hann margir sem Snape í Harry Potter myndunum og
aðrir hann sem Gruber í Die Hard 1 og þetta er einn minn allra
besti leikari!
Hann heitir Alan Rickman og ég ætla að fjalla aðeins um hann í
þessari grein.
Hann heitir fullu nafni Alan Siney Patrick Rickman og fæddist í
febrúar 21. í London. Pabba hans og mömmu hefur örugglega
ekki grunað að hann myndi láta nafnið rætast og verða ríkur en
nú er hann einn þekktasti leikari frá Bretlandi og svo sannarlega
ríkur (einu sinni hélt ég alltaf að hann héti Richman og fannst
það passa vel því hann er ríkur :=))
Það var töffaramyndin Die Hard sem gerði hann að Holywood
stjörnu enda gátu fæstir sag nei við HANS GRUBER og segja
margir að hann sé stjarna myndarinnar frekar en hin flotti Bruce
Willis (Yuopee kai yeah!)
Hann lærði í Royal College of Arts í London og eftir það lá leiðin
bara upp! en Pabbi hans sá því miður ekki hann verða ríkan og
frægan því hann dó þegar Richman var aðeins 8 ára.
Hverjar eru ykkar bestu Richman myndir? Mínar eru Die Hard,
Harry Potter 3 og Galaxy Quest og líka Dogma. Skoðum nú
aðeins þær myndir!
Die Hard:
Flott ekta töffaramynd með Bruce Willis sem McClain ogmörgum
frægum atriðum (Ho ho ho) og hvílikri spennu! Eina og ég sagði
áður var það sú mynd sem kom Richman í frægðina.
Harry Potter 3 Sú besta af Harry Potter myndunum. Mjög
dularfull og líktist hinum flottu myndum sem Tim gerir.
Leikstjórinn Cuaran muna margir eftir því hann gerði Children of
Men sem var ný og mjög vinsæl fyrir stuttu. Rickman var mjög
flottur í þessari og gaman var að sjá hann kjlást við Gary Oldman
sem er líka einn sá flottasti!
Galaxy Quest
Richman smellpassaði í þetta hlutverk sem fúl geimvera. Hann
var alltaf þreyttur og passaði vel inní grínið að Star Trek (hver
man ekki eftir Space Balls?)
Dogma
Flott mynd um trúarbrögð eftir Kevin Smith. Alan var ekki mikið í
henni en var engill og hann var ekki mjög glaður með það!
Næst hlakka ég mjög til að sjá Alan Rickman í mynd Tim Burtons
- Sweeney Todd. Sú mynd verður sko flott og ef að dæma má
útaf myndinni af Johnny algjört meistarastykki!
Johnny:
http://www.filmpeek.net/johnny-depp-as-sweeney-todd/